Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 49
H r y l l i n g u r ! H r y l l i n g u r ? Va m p ý r a n g e n g u r l a u s TMM 2010 · 2 49 og því er þeim ekki skapað nema að skilja – og þannig fékk Angel sína eigin sjónvarpsþáttaröð. Með þessu var dregin nokkuð skýr lína milli góðra og illra vampýra, þó reyndar hafi hún sjúskast svolítið þegar önnur karlkynsvampýra, Spike, gerðist einnig aðstoðarmaður og ástmaður Buffy.21 Línan milli góðs og ills er ekki eins skýr hjá Rice, þó vissulega leggi hún nokkuð uppúr því að aðalhetjurnar leggist frekar á varmenni en góðborgara. Það er til dæmis auðvelt að sjá þráð á milli Louis og Angel og einnig má ætla að Rice sé áhrifavaldur á Ljósaskipta – og Sookie Stackhouse-seríurnar.22 Bækur Rice eru gífurlega dramatískar og upp- fullar af átakamiklum ástríðum, líkt og Ljósaskipti. Ljósaskipti gerir mikið útá erótík og minnir meira á ástarsögu en hrollvekju, meðan Sookie-serían stendur nær glæpasögunni, þó með áberandi þáttum ástarsögunnar. Útfærsla Harris er öllu frumlegri, og nær Buffy sem er eitt áhugaverðasta vampýruverk síðustu ára. Það sem einkennir þessar nýjustu bækur og sker þær að nokkru leyti frá Buffy, er ofuráherslan sem lögð er á glæsileika vampýrunnar. Vissulega hefur vampýran alltaf búið yfir miklu aðdráttarafli, en það er þó ekki fyrr en með bókum Rice sem hún fer að minna meira á guðlega veru en manneskju. Hin yfir- gengilega – og yfirnáttúrulega – fegurð er lykilatriði í þessari nýjustu bylgju vampýrusagna, enda standa margar hverjar nær ástarsögunni en hrollvekjunni, eins og (margoft) áður hefur komið fram. Að þessu leyti sker nýjasta bylgjan sig frá þeirri næstu á undan þó þær séu vissulega náskyldar. Með nokkurri einföldun má skipta hinni harmrænu eða ‘góðu’ vampýru í fjögur tímabil. Það fyrsta hefst þá með rómantíkinni og þá sérstaklega sögu Polidori með tilheyrandi samruna vampýrunnar við hinn tilfinninganæma og dálítið skemmda rómantíska snilling. Segja má að þetta tímabil hafi náð hámarki sínu í Drakúla-myndinni frá 1931. Næsta tímabil hefst svo með Viðtalinu, árið 1976. Skáldsögur Rice sverja sig að heilmiklu leyti í rómantísku hefðina með tilheyrandi yfirbragði drama og hnignunar og þeir félagar Louis og Lestat eru báðir verðugir fulltrúar hinnar göfugu, en göll- uðu, byronsku hetju. Segja má að þetta tímabil nái hámarki sínu með kvikmyndinni, árið 1994. Þá er þriðja tímabilið að vissu leyti þegar hafið, með Buffy-kvikmyndinni (1992) og fyrstu skáldsögu Hamilton um vampýrubanann Anitu Blake (1993). Þessi verk eiga það sameigin- legt að leggja ofuráherslu á vampýrubanann, sem jafnframt er öflug kvenhetja. Hin byronska hetja er því að nokkru leyti horfin (þó ýmsar vampýrískar karlhetjur, eins og Angel, uppfylli hlutverkið ágætlega), en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.