Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Síða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Síða 50
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 50 TMM 2010 · 2 í staðinn blómstrar rómantíkin í ástarævintýrum kvenhetjanna með vampýrum og öðrum óvættum – jafnvel mönnum. Á vissan hátt virkar þetta þriðja tímabil einnig sem einskonar brú yfir í fjórða skeiðið, sem hefst á nýrri (þús)öld, með skáldsögum Harris og Meyers.23 Það er draumur að dansa við vampýru Það sem skilur þessa nýjustu bylgju einnig frá þeirri síðustu er samruninn við aðra bókmenntalega öldu sem gengur stundum undir nafninu ‘skvísusögur’ (chick lit), en frægasta holdgerfing þeirra er að sjálfsögðu hin ákaflega vinsæla Austen-innblásna skáldsaga Helen Fielding, Dag- bók Bridget Jones (1996).24 Vissulega birtist Bridget á síðustu öld og er samtíðarkona Buffy (sem reyndar ber ýmis merki skvísusagna), en sú bókmenntalega bylgja sem sagan hleypti af stað fór þó ekki verulega að blómstra fyrr en á nýju öldinni. En það eru ekki bara skvísusögurnar sem hafa breytt yfirbragði vampýrunnar, það er líka hægt að greina áhrif frá Harry Potter-bókunum, en sú fyrsta kom einmitt út sama ár og Buffy-þættirnir hófu göngu sína, 1997. Á sama hátt og Bridget Jones sló nýjan tón í bókmenntum kvenna (og bókum fyrir konur) þá olli Harry Potter straumhvörfum í skrifum fyrir ungt fólk. Þessi tvíþættu áhrif má greinilega sjá í Ljósaskiptunum og Sookie Stackhouse- seríunni. Ljósaskiptin eru greinilega Harry Potterísk (ný stelpa í nýjum skóla uppgötvar að raunveruleikinn er ekki sá sem hún hélt), með skvísuívafi (Meyer er yfirlýstur Jane Austen aðdáandi), meðan Sookie sver sig meira í ætt við skvísubókmenntirnar, enda er söguhetjan öllu eldri (nokkuð yfir tvítugt). Vampýran hefur alltaf verið vinsæl meðal unglinga og kvenna og því ekki að undra að hún hafi öðlast athvarf í bókmenntum handa þessum lesendahópum. Tengslin við unglinga- menningu voru auðvitað þegar komin fram í Buffy, og á undan henni í The Lost Boys (1987), eða Týndu strákunum hans Joels Schumachers og fleiri unglingahrollvekjum, en eins og áður segir greinir nýjasta bylgja unglingavampýrusagna sig frá þessum verkum með ofuráherslu sinni á ástir og rómantík – á kostnað hryllings. Og eins og áður hefur komið fram mætti að einhverju leyti halda því fram að hér sé vampýran loksins komin hringinn, aftur til róman- tískra róta sinna og tengsla við konuna sem ímynd feigðar og ódauð- legrar ástar.25 En hver er þessi nýja ímynd nákvæmlega? Skoðum aðeins nokkur dæmi um nýlegar og vinsælar vampýrur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.