Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 56
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 56 TMM 2010 · 2 fram í Vampíruskóla-seríunni, en þar eru allar vampýrurnar eins og súpermódel í laginu (sem fyrir miðaldra holdmikla konu eins og mig minnir bara á ímynd dauðans sem beinagrind í kufli)). Þessar skýringar segja sjálfsagt eitthvað um ástæðurnar fyrir því að vampýran er orðin aðgengilegri almennum lesendum og áhorfendum og virkar ekki lengur eins óttaleg – eða fjarstæðukennd – sem skrýmsli. Þó er ekki allt glatað, því þrátt fyrir að ástarsagan sé allsráðandi á prenti virðist sem svo að myndmiðlar krefjist meiri hasars. Líkt og Ljósaskipta-kvikmyndirnar æsa upp hina hrollvekjandi þætti sagnanna, ýkja sjónvarpsþættirnir, byggðir á sögum Harris, bæði hryllinginn og erótíkina. Ekta blóð gerir mun meira mæli útá kynlíf, auk þess að draga fram Suðurríkjahliðina á aggressífari hátt, sem reyndar kemur meðal annars fram í aukinni áherslu á svarta, en þeir eru annars ekki sérlega sýnilegir í sögum Harris. Hrollvekjandi þættir sagnanna eru sömuleiðis ýktir mjög upp og sú undirliggjandi ógn sem vampýrur Harris búa yfir í bókunum kemur hér allhressilega uppá yfirborðið. Um leið hverfur skvísusagnaþátturinn í skuggann og þáttur kvenhetjunnar verður þar- afleiðandi minni. Kvenhetjan er hinsvegar allsráðandi í Underworld eða Undirheima- kvikmyndunum (2003, 2006 og 2009), en þær eru enn eitt dæmið um endurnýjaðar vinsældir vampýrunnar á nýrri þúsöld. Undirheimarnir ganga útá átök milli vampýra og varúlfa, en fremst í flokki varúlfabana er Selena sem á harma að hefna: varúlfar myrtu fjölskyldu hennar þegar hún var mennsk. Vampýrurnar taka hana undir verndarvæng sinn og gera hana að öflugri uppáhalds-vampýru, en svo kemur í ljós að sitthvað er rotið í vampýruveldinu og Selena kynnist ungum manni, Michael, sem er blendingur vampýru og varúlfs og því enn öflugri og ódauðlegri en tegundirnar tvær. Þó ekki öflugri en svo að Selena þarf stöðugt að bjarga honum, til dæmis með því að hlekkja hann niður, gefa honum blóð sitt og svo einfaldlega berjast fyrir hann og sneiða óvini hans niður. Öfugt við kvenhetjur bókanna/myndanna sem hér hafa verið ræddar að ofan er Selena ekki háð athygli og ást karla. Hún er sjálfstæð hetja, að karla hætti, þó hún falli vissulega fyrir Michael, alveg eins og karlhetjur falla iðulega fyrir dömunum sem þeir þurfa að bjarga. Þetta er nokkuð áhugavert útfrá femínísku sjónarhorni, en mörgum femínistum finnst það óþægilegt að til að kona geti verið kynferðislega sjálfstæð – eða bara sjálfstæð yfirleitt – þá þurfi hún að vera skrýmsl.34 Því það er mikilvægt að muna í öllu þessu að vampýran er skrýmsl, hversu hetjuleg sem hún er. Að þessu leyti sverja Undirheimarnir sig meira í ætt við hrollvekjuna,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.