Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Síða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Síða 67
M ý b i t TMM 2010 · 2 67 höfðu umbreyst í myrkar tóftir, hún minnir á beinagrind, hugsaði hann og stoppaði til að pissa. Um kvöldið tók hann eftir að það hafði myndast fleiður á mýbitinu. Hann hlaut að hafa klórað sér. Það var laugardagur, þau horfðu á bíómynd og drukku restina af víninu. Charlotta sofnaði undir myndinni, hún hraut lágt með opinn munninn. Skyndilega mundi hann eftir því að konan í glansstígvélunum hafði rúllað jónu í rúminu. En hann mundi ekki enn hvort þau hefðu haft samfarir. Hann hristi höfuðið pirraður. Þegar hann fór í bað á sunnudagsmorgninum var sárið virkilega aumt og bólgið. Hann fékk Charlottu til að kíkja á það. Hún hreinsaði það með einhverju sótthreinsandi, hann kveinkaði sér, hún sagði að hann væri kveif, hún sló í rassinn á honum, hann lét eins og það væri að líða yfir hann; spratt síðan upp og rak upp rándýrsöskur, hún elti hann um allt húsið; þau hlógu. Bíll flautaði hátt og lengi í innkeyrslunni, hurðin sviptist upp og Pede, bróðir þeirra, óð inn í húsið, rauðþrútinn og hávaðasamur. Krakkarnir hlupu strax út í garð til að klifra í trjánum. Hann fór sjálfur út til að ná í þau í hádegisverðinn, tók þau undir sitt hvorn handlegg og þau sprikluðu og skríktu af kæti bæði tvö. Þau fengu síld og snafs. Charlotta reyndi að sýna börnunum vinsemd. En þau létu ekki að stjórn, spruttu án afláts upp frá borðum, fiktuðu í gylltu eggjunum, veltu um bjórflösku, klifruðu í fangið á honum og toguðu í skeggið. Honum fannst notalegt að hafa svona hlýjan barns- kropp í fanginu en Charlotta var greinilega ekki hrifin. Hún var ekkert fyrir börn, var hún vön að segja, og núna virtist hún hreinlega örg. Pede virtist hins vegar ekki taka eftir látunum, hann talaði um skilnaðinn og æsti sig, að lokum neyddist hann til að gefa honum merki um að börnin væru til staðar og hefðu stór eyru. Charlotta stóð upp og klæddi þau í útiföt, þau tóku þegar á rás út og fóru að kasta nýslegnu grasinu hvort í annað. Meðan hann hlustaði á Pede áttaði hann sig á að hann hafði gleymt að fela egg. Ef hann drifi sig af stað gæti hann kannski náð í búðina. En hann nennti því eiginlega ekki, það skipti kannski engu máli héðan af. Pede skenkti þeim fleiri snafsa. Hann hafði alltaf verið svo taktlaus. Gat aldrei haft stjórn á neinu. Og nú hafði konan hans fengið nóg. Pete var æstur til augnanna, hann ýtti stólnum afturábak og rétti úr fótleggjunum, hann sló í borðið, „þetta er bölvað rugl, hún vill ekki leyfa mér að hitta börnin nema um helgar!“ Og svo kom það loksins á daginn að hún væri þegar búin að finna sér annan. Sem, til að kóróna það, væri gamall skarfur sem skiti peningum, eins og hann orðaði það. Charlotta ætlaði að fara að skammast en allt í einu virtist henni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.