Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Síða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Síða 68
N a j a M a r i e A i d t 68 TMM 2010 · 2 hundleiðast. Hún gekk fram til að hella upp á kaffi. Mýbitið plagaði hann verulega núna. Hann þreifaði á því og fann fyrir stærðarinnar kúlu. Það hafði greinilega ekki nægt að hreinsa það. Pede reyndi að róa sig. Síðan brast hann skyndilega í grát. Charlotta kom fram í gættina, ranghvolfdi augunum og hristi höfuðið, hún var að þurrka af grænni glerskál. Hann lofaði Pede að reyna að aðstoða hann við að finna betri íbúð. Kannski vissu þeir á skrifstofunni um eitthvað. Hann lofaði að hringja. Pede snýtti sér í servíettu. Þá komu krakkarnir stormandi inn, algjörlega útötuð í grasi og drullu. Hann vaknaði um nóttina og leið herfilega. Hann fann fyrir slætti í rasskinninni. Hann vakti Charlottu sem fór nauðbeygð á fætur og kveikti ljósið. Hún sá að það var komin ígerð í bóluna sem var hörð og rauð. Þetta er víst að breytast í kýli, sagði hún og geispaði. Þá fékk hana hana til að taka nál, renna oddinum í gegnum gaslogann og stinga á kýlið. Hún kreisti vilsuna út á meðan hún hrópaði „oj“ og „hver and- skotinn!“ Hann beit saman tönnunum. Hún sagði að hann gæti sjálfur náð sér í verkjastillandi frammi á baði og slökkti ljósið. Daginn eftir gerðu þau hreint og læstu húsinu. Hann bar töskurnar út í bíl og lokaði farangursrýminu. Svartþröstur söng sínar trillur í háu björkinni við innkeyrsluna og hann sá fjöldann allan af vetrargosum sem ljómuðu snjóhvítir á svartri, rakri jörðinni. Áður óþekkt tilfinning saknaðar, tómleika, angurværðar – hann átti erfitt með að henda reiður á því – helltist yfir hann. En því fylgdi líka hamingjukennd. Svartþrösturinn, blómin, sólin sem þegar var lágt á gráum himninum, hálffalin á bak við hvikul skýin. Þá kom Charlotta út og byrjaði að tala um að hann ætti að koma því í verk að fá mann til að leggja flottu hleðslusteinana á veröndina, sem hún hafði pantað fyrir hann frá Ítalíu. Hann myndi njóta hússins miklu betur í sumar ef það skartaði almennilegri verönd. Sagði hún. Þegar hann kom heim biðu hans skilaboð frá móður þeirra. Hún hefði svo gjarnan viljað hitta þau um páskana, en kannski í næstu viku? Hann eyddi skilaboðunum og setti Red Hot Chili Peppers á, hann hækkaði í græjunum og opnaði dyrnar út á þakveröndina. Gullkúpull- inn á Frelsisturninum lýsti mattur í rökkrinu. Hann fann fyrir púls- slætti í rasskinninni. Það líður hjá. Sagði hann við sjálfan sig, þetta er ekkert alvarlegt, það líður bráðum hjá. Hann fór í bað og skipti um föt, fékk sér nokkra öllara niðri á kránni og komst smám saman í gott stuð, hann spjallaði við barþjóninn, við nokkra peyja sem störfuðu hjá samkeppnisaðila, og þá sá hann hvar Heidi kom inn um dyrnar, vel til- höfð og í samfloti með þybbinni vinkonu, það hentaði honum ágætlega,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.