Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 73
M ý b i t TMM 2010 · 2 73 eigin líkama. Það er búið að flytja húð af læri hans yfir á rasskinnina. Hann man ekki eftir því. Charlotta segir: „En hvað þetta er orðið fínt.“ Hún trúir henni ekki. Mamma talar við hann eins og þegar hann var lítill, hughreystandi, ástúðlega. Hún talar við hann þar til hann róast. Hann róast, hann heyrir rödd hennar eins og hún komi að ofan, eins og hún fljóti um herbergið í formi vökva eða lofttegundar. Loksins kemur Stígur í heimsókn. Hann opnar dyrnar og grípur sleginn fyrir munninn, það er eins og hann hafi séð draug. Hann bakkar út. Dyrnar falla að stöfum. Stuttu síðar gengur hann inn á stofuna og sest á stólbrún. Hann heldur á stórum fjólubláum blómvendi í fanginu. Hann hvíslar: „Hvað hafa þeir eiginlega gert við þig?“ Legusárin þjaka hann, hann getur þetta ekki. Haldið uppi samræðum, haldið höfði þannig að hann sjái Stíg. Og Stígur hreytir út úr sér: „Fjandinn hafi það maður, hversu lengi höfum við þekkst? Lengi. Ekki satt?“ Hann beygir höfuðið fram: „Ég hefði aldrei trúað …“ Og Stígur leggur blómin á nátt- borðið, leggur höndina á sængina, hnoðar sængina, kiknar. Farið burt með þessi blóm. Hann getur ekki hugsað um annað. Stígur hefur snert þau og síðan sængina, í guðanna bænum, ekki snerta mig. Stígur lítur biðjandi á hann. En hann lokar augunum og þegar hann opnar þau aftur er Stígur farinn. Um nóttina biður hann um spegil. Hjúkrunar- fræðingurinn heldur honum upp að andliti hans. Innfallnir vangar, húðin hangir í stórum gráum fellingum, augun eru gul, hann er merktur dauðanum. Eins og liðið lík. Hann snýr höfðinu og skoðar bólgið eyrað. Hann var búinn að sjá holan brjóstkassann og sokkinn magann. Hand- leggi og fótleggi sem voru eins og húðþaktar beinaspírur. Hann hafði þreifað á skallanum. En andlitið. Hann langar að öskra en hann orkar það ekki. „Sofðu vel.“ Hjúkrunarfræðingurinn stendur í dyrunum og slekkur ljósið. Síðan fer hún. Þá grætur hann. Júlí Að sjá sitt eigið andlit. Nú fær hann hrikaleg kvíðaköst, þau gefa honum lyf; einnig við þessu gefa þau honum lyf og það hjálpar: Hann sefur lengur og betur, það er líkt og hugsanir hans séu innpakkaðar í þykka baðmull, þær rekast ekki lengur harkalega hver á aðra, hann fær nær- ingu í gegnum slöngu, súrefni, morfín, hann hringir eftir bekkeni, hann biður um tónlist og verður að ósk sinni, hann liggur og hlustar á Red Hot Chili Peppers og það er eins og það taki broddinn úr sársaukanum. Charlotta situr í gluggakistunni og sveiflar fótunum. Hikandi, brosandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.