Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 74
N a j a M a r i e A i d t 74 TMM 2010 · 2 segir hún að Stígur og hún séu farin hittast, reyndar séu þau núna kærustupar. „Er það ekki frábært?“ Hann stynur. „Segirðu ekki til hamingju?“ Þið hafið svikið mig. Hún, þarna í sólargeislanum með bláan himininn í baksýn, hann, getur bara tjáð reiði sína með snökti, engin orka. Charlotta segir: „Þetta er sniðugt, ekki satt?“ Ef þú hefðir verið til staðar hefði ég aldrei tekið eftir honum, ALDREI!“ Hún flissar. „Hann er nú enginn foli!“ Og síðan, tilgerðarlega: „En við náum svo frábærlega saman, ég hef rætt svo mikið við hann – um þig – ég meina, um sjúkdóminn – þannig kynntumst við náttúrlega. Ertu sofnaður?“ Hún hoppar niður og nálgast hann. Hann bandar henni frá sér með mátt- vana hendi. Hún horfir á hann með hryggðarsvip: „Ég hélt að þú yrðir glaður.“ Hann reynir að brosa. Allt er búið, hann gefst upp, getur ekki annað. Og dagarnir renna saman við ljósar nætur, hann fær skyndilega lungnabólgu, háan hita, fær martraðir um hamstrabúrin, dreymir að hann sé innilokaður með krafsandi kvikindunum; allt er á niðurleið, þau geta ekki náð honum aftur í jafnvægi. Einn daginn sest yfirlæknirnn á rúmstokkinn og segist vera nauðbeygður til að tala hreint út: Það væri ekki slæm hugmynd að fjölskyldan hans á Jótlandi, systur hans og faðir, kæmu og heimsæktu hann núna. Læknirinn horfir áfram í augun á honum, alvarlegur, sam- úðarfullur, en hann skilur ekki hvað hann er að fara. „Hvers vegna í ósköpunum ætti þinn svokallaði faðir að koma núna? Hvaða erindi á hann hingað? Hann sem hefur ekki einu sinni haft rænu á að senda þér einn einasta blómvönd!“ Mamma æsir sig upp úr öllu valdi, hækkar róminn. Charlotta lítur hvasst á hana. Mamma snöktir og kreistir hönd hans. Hann ýtir við henni eins fast og hann getur. Hún sleppir takinu hrædd, hann biður Charlottu að þvo hendurnar á sér með vatni og sápu. „Og spritti! Farðu í hanska. Farðu í plasthanska áður en þú þværð mér.“ Mamma er þögul. Þær horfa báðar á hann eins og hann sé genginn af vitinu. Hann sveiflar sinni flekkuðu hendi. „Náðu í þvottapoka, fjandinn hafi það, NÚNA!“ Síðan kom faðir hans og hálfsysturnar. Og mamma og Pede. Pede, fölur og fjarlægur að þessu sinni. Þau eru að kveðja. Það er það sem er á seyði. Þau sitja við dánarbeð og reyna að verjast gráti. Loksins segir Charlotta: „Þetta er nóg. Hann er þreyttur.“ Þau bakka út af stofunni með myrk augu. Hún dregur sængina yfir hann. „Þú átt ekki að deyja. Þú deyrð ekki. Bíddu bara og sjáðu.“ Og hann sér ekki betur en hún brosi. En frammi á gangi fer hún í keng. Því hún veit að hún er búin að missa hann, en hún veit ekki hvort hún á einhverja sök á því. Hún hleypur við fót og þráir ekkert meira en að komast út í svalt sumarkvöldið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.