Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Blaðsíða 81
B a r n a b æ k u r e f t i r h r u n TMM 2010 · 2 81 hann er ljúfur og klár strákur. Textinn er skrifaður á lifandi og afar sannfærandi unglingamáli, rennur eðlilega og er aldrei tilgerðarlegur eins og svo oft þegar fullorðið fólk rembist við að skapa málheim sem er því ekki eiginlegur. Tungumálið leikur stórt hlutverk í sögunni. Geir er góður í íslensku en vill passa sig að missa ekki kúlið. Ýmsar ambögur sem jafnaldrar hans missa út úr sér fara í taugarnar á honum en hann er ekki sammála mömmu sinni sem vill banna allar enskuslettur og talar um fésbók en ekki Facebook. Unglingunum á mínu heimili bar saman um að Geir og vinir hans væru afar sannfærandi unglingar. Sagan er létt og leikandi framan af, þeir félagar eru nokkuð áhyggju- lausir og sérlega ánægðir með að vera lausir undan oki leiðinlegasta manns í heimi, Lars Sören Sörensen, sem kenndi þeim stærðfræði og eru klárir í sumarið og svo fjölbraut. Á þeirri viku sem sagan gerist byggist þó upp kvíðablandin spenna fyrir fylliríinu stóra. Sagan er rækilega staðsett í nútímanum og ýmislegt minnir á þær efnahagslegu hamfarir sem yfir okkur hafa dunið. Geir tekur það meira að segja sérstaklega fram að hann heiti ekki Haarde og sé orðinn þreyttur á þeim brandara. Geir er svo heppinn að foreldrar hans eru í vinnu og eiga í sig og á en þau brýna fyrir honum að vera þakklátur fyrir sumarvinnuna: „Þú mátt þakka fyrir og við megum öll þakka fyrir að pabbi þinn hefur alla þessa vinnu. Það er kreppa í landinu og þú mátt bara vera sæll og glaður að eiga pabba sem getur útvegað þér vinnu í heilan mánuð og þú ættir að skammast þín eins og ástandið er í samfélaginu og fjöldi manns gengur atvinnulaus, jafnvel fólk sem hefur fyrir stórum fjölskyldum að sjá og …“2 segir mamma Geirs þegar henni ofbýður unglingaletin. Siggi, besti vinur Geirs er ekki svona heppinn. Hann býr í skuggalegri blokk og á ljúfa en óörugga mömmu og litla systur en afleitan föður sem drekkur mikið. Sá þriðji í hópnum er Maggi sem hefur að mestu búið hjá ömmu sinni eftir að foreldrar hans skildu. Amman er stuðpía og á alltaf nóg af bríser. Við sögu koma einnig bekkjarsystur þeirra félaga og hálfgerðar kærustur, Hafdís og Jóna. Svo kemur að því að Geir hættir að vera barn en þó með allt öðrum hætti en hann ráðgerði. Eftir léttleik og skemmtilegheit þar sem lesandinn hefur fengið að kynnast þessum skemmtilegu strákum er hann skyndilega dreginn með þeim inn í ofbeldisfullan og dökkan heim, handan götunnar þar sem drykkjumaðurinn Leifur, pabbi Sigga, hefur gengið í skrokk á mömmu hans og Dóru litlu systur. Lýsingarnar eru bæði grafískar og gróteskar og lesendanum er jafnbrugðið og Geira sjálfum. Ástandið kom Sigga þó ekki á óvart:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.