Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 83

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 83
B a r n a b æ k u r e f t i r h r u n TMM 2010 · 2 83 Tristan mótmælir því að eiga að flytja til Kanada og kallast þau mótmæli á við búsáhaldabyltinguna. Hann ákveður að flýja að heiman og hefst förin í raun daginn sem mótmælin byrja og ákveða söguhetj- urnar ungu að hittast á Lækjartorgi. Þau verða því vitni að mótmæl- unum en eru ekki beinir þátttakendur í þeim. Næstu daga er Tristan á flótta þar sem hann sefur til dæmis yfir nótt í IKEA og leitar skjóls í nýbyggingu þar sem hann hittir hóp erlendra verkamanna sem heldur þar til. Flóttinn endar svo á því að hann gengur yfir úfið hraun til Keflavíkur þar sem hann ætlar að leita skjóls í hesthúsi afa síns og eyðibýli en þar hittir hann fyrir glæpamenn sem eru eins og beint upp úr bók eftir Enid Blyton. Sagan endar svo í lausu lofti, Tristan finnst og er fluttur á sjúkrahús, hann hefur eignast föður sem vissi ekki af tilvist hans en við fáum ekki að vita hvort bylting hans hafi leitt til einhvers eða hvort hann verði fluttur nauðugur til Kanada, burt frá ástinni sinni. Við fáum heldur ekki að vita neitt um glæpamennina, hvað þeir voru að gera og hvað varð um þá. Bókin byggir á þriðju persónu frásögn sem er til skiptis sögð frá sjónarhóli persónanna. Stundum fáum við mismunandi sjónarhorn á sömu atburðina. Texti Ragnheiðar er vandaður og mikið lagt í form sögunnar en einhvern veginn finnst mér vanta kraft í frásögnina. Fág- aður stíll höfundar sem átti svo vel við í Sverðberanum, hennar síðustu bók, virkar ekki sannfærandi í samtölum unglinganna sem mér finnast stirð og ósannfærandi. Þau enda til dæmist margar setningar á orð- unum „og svoleiðis“ og „eða eitthvað“ sem nær illa þeim sköpunarkrafti sem býr í málfari unglinga af holdi og blóði. Söguefnið er fantagott og vinnubrögð fagleg en mér finnst frásögnin ekki ná flugi. En kannski eru rómantískar 14 ára stúlkur ósammála mér. Hetjur eftir Kristínu Steinsdóttur Í Hetjum kynnumst við reynsluheimi sem allt of mörg íslensk börn geta samsamað sig við þessa dagana. Sagan segir frá Þórhalli sem er fluttur með fjölskyldunni til Noregs. Reyndar eru þau ekki efnahags- legir flóttamenn eins og svo margir en pabbi hans ætlar að kenna við Háskólann í Þrándheimi í eitt ár. Reyndar ber sagan þess merki að hafa verið dregin upp áður en allt hrundi og er líf fjölskyldunnar laust við fjárhagsáhyggjur. Þórhallur á erfitt með að eignast vini og langar aftur heim til Íslands. Hann upplifir sig utangarðs og leiðir hugann oft að Múlla, dreng frá Sri Lanka í gamla skólanum hans sem ekki hafði eignast neina vini.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.