Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 85
B a r n a b æ k u r e f t i r h r u n TMM 2010 · 2 85 Hún uppgötvar að ástæðan fyrir flutningunum er að foreldrar hennar skulduðu Gullbankanum svo mikið að þau fyrirgerðu rétti sínum til að búa í gömlu íbúðinni og voru flutt í Gullbúrið til að leika hina full- komnu hamingjusömu fjölskyldu fyrir framtíðarkaupendur. Þau eiga að vera lifandi auglýsingar fyrir blokkina. Albertína sjálf spilar þar stóra rullu en á hverjum degi eftir skóla á hún að klæða sig í ballerínukjól, mála sig í framan, setja upp hárkollu og leika hamingjusamt barn fyrir væntanlega íbúðakaupendur: Bahahhaaarn … Baaaaaarn. Dömur mínar og herrar. Þarna sjáið þið dæmigert barn í sínu náttúrulega umhverfi. Það hefur allt til alls og skortir ekkert. Það má segja að svona barn eigi afmæli á hverjum einasta degi. Ánægjukliður barst frá fólkinu.4 Það er furðuauðvelt að hugsa sér að ef við hefðum haldið áfram í bankaútrásarbrjálæðinu og gróðahyggjunni hefði það endað einhvern veginn svona. Söguheimurinn einkennist af gegndarlausri markaðs- setningu og græðgi. Gullbankinn á allt og þeir sem skulda eru eign bankans því hann tekur allt sem fólk á. Og auglýsingar dynja alls staðar, fólk fellur fyrir vörunum og verður að skuldaþrælum. Kunnuglegt, ekki satt? En andófsöfl eru á næsta leiti þótt fáir viti af tilvist þeirra. Dag einn flytur gömul tröllkona inn í íbúðina í Gullbúrinu og í kjölfarið fyllist íbúðin af forboðnum bókum sem gleðja Albertínu en hún hafði lært að lesa af sjampóbrúsum á baðherberginu því lestur er ekki lengur kenndur í skólum. Stuttu síðar hverfa foreldrar Albertínu og hún kemst að því að mörg barnanna í skólanum eru líka foreldralaus. Gullbankinn tók foreldrana upp í skuld en þeir eru látnir strita við vaxtaútreikninga, markaðsmál og fleira á Bankaplánetunni, auglýsingahnetti Gullbankans. Saman tekst krökkunum og ömmu Huld að komast yfir í bankaplánet- una, frelsa skuldaþrælana, gera út af við valdagráðuga bankastjórann og bjarga heimsbyggðinni. Sagan er oft yfirgengileg, groddaleg og allt að því klúr en aldrei leiðinleg og stundum falleg. Vísanir í bankaskrímslin er víða að finna. Skuldaþrælarnir átta sig engan veginn á því að þeir eru ekki frjálsir og tönnlast á að efla þurfi fjölskyldustefnu bankans. Bankaplánetan er við það að rekast á jörðina og tortíma henni. Sá kafli nefnist „Hörð lending“ sem því miður er kunnuglegt hugtak. Inni í Bankaplánetunni eru svo sjö göng sem nefnd eru eftir dauðasyndunum sjö. Hávar bankakall átti enga alvöru vini en hélt mjög dýrar veislur til að breiða yfir það. Og hann úðar gulli yfir matinn sinn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.