Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 89
TMM 2010 · 2 89 Stefán Snævarr Krataávarpið Frjálslynd jafnaðarstefna skýrð og varin Jafnvægislistin Jafnaðarstefna er jafnvægislist. Jafnaðarmaðurinn leitar jafnvægis milli einstaklings og samfélags, jafnaðar og frelsis, markaðar og ríkis, hagvaxtar og náttúruverndar. Stefna hans er öfgalaus, yfirveguð og miðjusinnuð. Hann hefur fremur heilbrigða skynsemi og reynslu að leiðarljósi en hátimbraðar kenningar og kreddur. Enda samsinnir hann meistaranum frá Minnesota, Bob Dylan: „You don’t need a weatherman to know which way the wind blows“.2 Jafnframt skilur jafnaðarmaðurinn að það sem virðist heilbrigð skynsemi kann að vera vanheil óskynsemi, brjóstvitið kann að blekkja og reynslan er oft brigðul. Auk þess sér hann að ekki verður hjá kenningum komist; það að segja brjóstvitið skárra en sértæka hugsun er líka að setja fram kenningu. Hann veit jafnframt að margt gott má læra af snjöllum kennismiðum en áskilur sér rétt til að vinsa úr kenningunum. Honum er sama hvaðan gott kemur, hvort það kemur frá vinstri, hægri eða miðjunni fúlu. Engu skiptir hvernig kötturinn er á litinn svo fremi hann veiði mýs (en Guð hjálpi okkur ef mýsnar fara að veiða kisu!). Jafnaðarmaðurinn þjáist hvorki af ríkishyggju né ríkisbubbahyggju, hann blótar hvorki markaði né ríkisvaldi, hvað þá ríkravaldi. Hann geldur markaðnum það sem markaðarins er og ríkinu það sem ríkisins er. Um leið geldur hann varhug jafnt við ríkisofurvaldi sem markaðs- valdi. Illskást er að efla samfélagið, stuðpúðann milli markaðar og ríkis. Samfélagið er svið hinna óformlegu samskipta og samtaka manna – svið samráðs og samræðu, samræðulýðræðis. Jafnaðarmaðurinn Anthony Giddens hefur haldið slíkum hug- myndum mjög á lofti. Hann á heiðurinn af hugmyndinni um þriðju leiðina milli hefðgróinnar jafnaðarstefnu og frjálshyggju. Þá leið vill 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.