Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 93
K r a t a áva r p i ð TMM 2010 · 2 93 mun meira vald en þeir hefðu í markaðssamfélögum sem aftur dragi úr líkum á því að sósíalísk lýðræðissamfélög yrðu langæ. Hinir kjörnu full- trúar gætu freistast til að taka sér einræðisvald vegna hreðjataka sinna á efnahagslífinu (Schumpeter, 1976: 232–296). Það er meira en lítill sannleikskjarni í kenningum Schumpeters. En hann fer nokkuð hratt yfir sögu hvað varðar hugmyndina um sósíal- ískt ráðalýðræði. Samkvæmt henni á að stjórna samfélaginu, þar með talið efnahagslífinu, af ráðum sem ráða ráðum sínum með lýðræðis- legum hætti. Síðan myndu ráðin samhæfa gerðir sínar á landsvísu, jafnvel heimsvísu. Hugsum okkur nú að ekki sé neinn markaður í slíku kerfi. Þá yrði hættan sú að kerfið yrði firnaþungt í vöfum, endalausar rökræður færu fram um smáatriði í fyrirtækjarekstri og feikierfitt yrði að samhæfa ákvarðanir ráðanna. Þess utan myndi samhæfingin krefjast umfangsmikils skrifræðis sem gengið gæti að ráðalýðræðinu dauðu. Einnig gæti lýðræðið hrunið undan eigin þunga, efnahagskerfið færi á hausinn og alger ringulreið skapaðist. Sú óreiða gæti orðið móðir einræðisins. En jafnvel þótt ráðalýðræðið lenti ekki í slíkum hremm- ingum þá eru fallgryfjurnar margar. Verði ráðunum stjórnað á opnum fundum er hætta á valdatöku hinna virku. Ef fulltrúalýðræðið gilti í þessu skipulagi er hætta á að þeir fulltrúar sem samhæfa ættu starf ráðanna á landsvísu myndu fá of mikil völd í krafti þess að ríkja yfir öllu efnahagskerfinu, samanber það sem Schumpeter segir. Sá möguleiki er fyrir hendi að reynt yrði að raungera ráðslýðræði í markaðssósíalísku skipulagi. Kerfið yrði þá líkt því sem var í Júgóslavíu sálugu á dögum kommúnista, ríkið ætti framleiðslutækin, fyrirtækj- unum væri stjórnað af starfsmannaráðum og markaðurinn samhæfði gjörðir fyrirtækjanna. En þessi kostur er heldur ekki nógu góður. Ekki er ósennilegt að fyrirtækin breyttust hægt og bítandi í hrein einkafyrir- tæki þótt ríkið ætti þau kannski að nafninu til. Þess utan efast ég um að svona kerfi væri skilvirkt, lítið rúm væri fyrir nýjungar og skapandi eyðileggingu. Reyndar gæti hugsast að hægt væri að framkvæma lýðræðislegan sósíalisma en hann myndi leiða til versnandi lífskjara. Sú kjararýrnun gæti leitt til þess að menn yrðu fráhverfir kerfinu og ákvæðu með lýðræðislegum hætti að hverfa aftur til kapítalisma.4 Sósíalisminn virðist því ekki ýkja góður kostur, auk þess hræða sporin. En er „frjálst“ markaðskerfi miklu skárra? Nei og aftur nei, markaðsfrjálst kerfi á það sameiginlegt með lýðræðislegum sósíalisma að vera illframkvæmanlegt. Nóbelshagfræðingurinn Joseph Stiglitz segir það enga tilviljun að hönd markaðarins sé ósýnileg: hún sé nefnilega ekki til! Frjáls markaður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.