Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 94

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 94
S t e fá n S n æ va r r 94 TMM 2010 · 2 hafi að forsendu að allir hafi jafnmikla þekkingu, jafn góða yfirsýn yfir kosti. En svo sé ekki í hinum napra veruleika handan líkananna velhönn- uðu. Þekking markaðsgerenda sé einatt ósamhverf (asymmetric), allir eru jafnir en sumir eru jafnari en aðrir þegar markaðsþekking er annars vegar. Það sé munur á Jónu og séra Jóni í markaðsprestakalli, hinir ríku og voldugu hafi meiri aðgang að markaðsþekkingu og eigi betri færi en almúginn.5 Þess vegna geti frjáls markaður ekki verið til (Stiglitz, 2000 og Stiglitz, 2002). En auðvitað má velta því fyrir sér hvort Stiglitz blandi ekki saman tvennu, spurningunni um hvort frjáls markaður geti verið til og þeirri hvort hann geti virkað sem skyldi. Skarpur vinur minn benti mér á að Stiglitz tali eins og það að þríhyrningar, eins og þeir eru skilgreindir í flatarmálsfræði, geti ekki verið til í efnisheiminum sýni að ekki sé hægt að tala um hluti sem eru til þess að gera þríhyrndir. Hvað sem því líður þá er örugglega rétt hjá nóbelshagfræðingnum að menn sitja ekki við sama borð á markaðnum. Hinir ríku og voldugu sitja við háborðið, öðruvísi getur það varla verið í markaðsviðskiptum. Markaðurinn getur því tæpast virkað sem skyldi. Annar nóbelshagfræðingur, Paul Samuelson, mun hafa sagt að einungis einræðisstjórn gæti komið á alfrjálsu markaðskerfi (Moene, 2007). Það gerði einræðisherrann Augusto Pinochet með sæmilega góðum árangri og engin getur kvartað yfir of miklu lýðræði í hinum markaðsfrjálsu borgríkjum Singapúr og Hong Kong. En til eru undan- tekningar sem sanna regluna, Nýsjálendingar gengu öðrum þjóðum vaskar fram í markaðsvæðingu og það með lýðræðislegum hætti. Nánar um þá væðingu síðar. Breski heimspekingurinn John Gray var eitt sinn mikill frjáls- hyggjumaður og ráðgjafi Thatchers en sneri svo við blaðinu og gagnrýnir nú frjálshyggjuna harkalega. Hann segir að allar tilraunir til að raungera alfrjálsan markað séu dæmdar til að misheppnast enda verði þær aðeins framkvæmdar með þeim hætti að ríkisvaldið sé eflt til muna. Til dæmis varð að beita ríkisvaldinu til að skapa einkaeign á bresku beitarlandi sem áður var almenningur. Meinið er að efling ríkisvaldsins dregur úr markaðsfrelsi um leið og hún er forsenda þess (Gray, 2002: 8).6 Í ofanálag eyðileggi markaðurinn þær stofnanir sem geri hann mögulegan, ekki síst fjölskylduna. Krafan um hreyfanlegt vinnuafl sé komin góða leið með að rústa fjölskylduna amerísku. Ef vinnuaflið eigi að nýtast sem best getur verið hagkvæmt fyrir eiginmanninn að vinna í Alaska, fyrir konuna að starfa í Botswanalandi. Fjölskylduböndin bresta og börnin þjást fyrir vikið. Þann margháttaða skaða sem markaðurinn valdi verði að borga með skattfé. Því hafi skattar hækkað í Bretlandi á dögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.