Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 96
S t e fá n S n æ va r r 96 TMM 2010 · 2 Af ofansögðu dreg ég þær ályktanir að hvorki sósíalismi né frjálst markaðskerfi sé á vetur setjandi. Kjörorð okkar er: Hvorki Marx né Hayek! Frammistöðurökin Þau lönd sem eru með blandað hagkerfi og hafa náð bestum árangri eru flest ýmist í Austur-Asíu eða í Evrópu norðanverðri. Lítum á Suður- Kóreu. Landið iðnvæddist hraðar en nokkurt annað land í sögunni og var þó ríkið með nefið niðri í hvers manns koppi austur þar. Vissulega er markaðskerfi í Suður-Kóreu en hið opinbera hefur til skamms tíma verið mjög umsvifamikið í efnahagslífinu. Til dæmis þröngvaði ríkið ýmsum fyrirtækjum til að sameinast í risafyrirtæki. Þetta virtist gefa góða efnahagsraun þótt aðferðirnar hafi verið fruntalegar. Tævan hefur ekki lagt svona mikla áherslu á eflingu stórfyrirtækja en hefur samt náð mjög góðum efnahagsárangri. Og það þótt þar í landi séu fleiri ríkis- rekin fyrirtæki en annars staðar, miðað við hlutfall veltu þeirra af lands- framleiðslu. Svo geta menn sagt að Tævanbúar og Suður-Kóreumenn hafi náð þessum efnahagsárangri þrátt fyrir en ekki vegna ríkisþátttöku („ríkisafskipta“). En þá erum við komin á hálan ís kenninga sem eru kannski ekki prófanlegar þegar öllu er til skila haldið. Hvernig geta menn sannreynt þá kenningu að þessi ríki hefðu náð lengra án ríkis- þátttöku? Allavega eiga frjálshyggjumenn erfitt með að skýra þá staðreynd að Tævan, Suður-Kórea og önnur Asíulönd sem höfðu gefið frjáls- hyggjunni langt nef fóru betur út úr fjármálakreppunni 1998 en Suður-Ameríkuríkin sem höfðu gert allt eftir frjálshyggjubókinni.7 Þau komust upp úr öldudalnum með stæl, gagnstætt Argentínu sem fékk heldur betur timburmenn eftir frjálshyggjufylliríið mikla á síðasta áratug, segir Stiglitz (Stiglitz, 2000).8 Hann bætir því við að Suður-Kórea hafi iðnvæðst bak við háa tollmúra og hið sama gildi um iðnvæðingu Bretlands og BNA.9 Þetta var skynsamleg stefna, vernda varð hinn við- kvæma frumiðnað þessara landa gegn samkeppni rétt eins og smábörn. Ennfremur segir Stiglitz að hinar ríkisreknu stálverksmiðjur Tævans séu ásamt ríkisstálverksmiðjunum suðurkóresku skilvirkustu verksmiðjur sinnar tegundar í heiminum. Um leið leggur hann þunga áherslu á að yfirleitt séu verksmiðjur best komnar í höndum einkaaðila og er það líklega rétt (Stiglitz, 2002: 54). Nefna má að iðnvæðingin í Suður-Kóreu hófst með þeim hætti að ríkið þjóðnýtti bankana (Harvey, 2005: 107). Kannski henni hafi lokið á Íslandi með nýafstaðinni þjóðnýtingu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.