Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 97

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 97
K r a t a áva r p i ð TMM 2010 · 2 97 Áður en við yfirgefum nýiðnvædd ríki Austur-Asíu vil ég nefna að norski frjálshyggjumaðurinn Jan Arild Snoen vitnar í rannsóknir sem eigi að sýna að engan veginn sé víst að hin virka ríkisþátttaka í flestum Austur-Asíu ríkjunum hafi eflt efnahaginn þar (Snoen, 2004: 96). En athugið að þessar rannsóknir sýna heldur ekki að ríkisumsvifin hafi skaðað efnahagslífið þar. Víkur nú sögunni norður á bóginn, til Norðurlanda. Samkvæmt form- úlum frjálshyggjunnar ættu þessi lönd að vera komin á vonarvöl fyrir löngu en svo vill til að veruleikinn fer ekki eftir formúlum. Efnahags- líf þeirra er blómlegt þrátt fyrir firnaháa skatta (ríkið hirðir um 50% af vergri þjóðarframleiðslu í þessum löndum). Samkvæmt formúlum frjálshyggjunnar ættu þessi lönd að vera farin á hausinn fyrir löngu. En hver er raunin? Finnar hafa besta skólakerfi í heimi og eru forystuþjóð í farsímaframleiðslu. Landið er almennt talið hið samkeppnishæfasta í heimi og nágrannalandið, hin erkikratíska Svíþjóð, var árið 2003 kjörið fremsta tækninýjungaland veraldar. Ekki stendur nágrannalandið Danmörk sig verr. Danir hafa með góðum árangri sameinað félagslegt öryggi og þjálan vinnumarkað. Auðvelt er að reka og ráða starfsfólk en ríkið tryggir öllum atvinnuleysingjum mannsæmandi kjör og býður upp á góða möguleika til endurmenntunar. Afleiðingarnar eru m.a. þær að danski vinnumarkaðurinn er einn sá þjálasti í heimi, hlutfallslega fleiri Danir eru í vinnu en aðrir Evrópubúar og tekjumunur minni en í öðrum iðnríkjum.10 Eins og þetta væri ekki nóg þá taldi auðvaldsklúbburinn World Economic Forum að fjögur Norðurlandanna væru meðal þeirra sex samfélaga sem væru fremst í fylkingu hvað varðar samkeppnishæfi, árangursríka hagstjórn, útbreiðslu hátækni og örar tækninýjungar (Jón Baldvin, 2004). Nefna má að The Economist viðurkennir nú að hagkerfi geti blómstrað án þess að stúta velferðarkerfinu (öðruvísi mér áður brá). Tímaritið bendir á að Svíþjóð blómstri þótt hlutur ríkisins í vergri þjóðarfram- leiðslu sé meiri en í löndum þar sem efnahagurinn sé í mun verri málum. Sænska ríkið hirðir 57% af vergri þjóðarframleiðslu, hið franska 53%, hið þýska 47% og hið spænska 37%. Samt blómstrar Svíþjóð en hin þrjú ríkin eru á hausnum og það þótt Spánverjar vinni mikið, meira en Frakkar og Þjóðverjar og þarf ekki mikið til.11 En hafa þá frjálshyggjuríkin ekki náð enn betri árangri? Svo er ekki. Á Nýja-Sjálandi hafa menn á síðustu 25 árum gengið lengra í frjálshyggjuátt en annars staðar á hnettinum. Ríkisfyrirtæki hafa verið einkavædd í stórum stíl og velferðarkerfið hefur nánast horfið. Svo er Seðlabankinn sjálfstæður og ekki háður stjórnmálamönnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.