Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Side 98
S t e fá n S n æ va r r 98 TMM 2010 · 2 Þess utan hafa samningar á vinnumarkaði verið gerðir að einkamáli atvinnurekenda og starfsmanna. En dálkahöfundar The Financial Times, hagfræðingurinn John Kay, segir að Nýsjálendingar hafi dregist aftur úr öðrum þjóðum vegna frjálshyggjustefnunnar. Árið 1965 voru lífskjör þeirra fjórðungi betri en í meðallöndum Vestursins, árið 2000 voru meðaltekjurnar bara 62% af tekjum þróaðra ríkja. Í ofanálag hefur framleiðnin aukist minna en í öðrum þróuðum ríkjum. Einkavædd rafmagnsfyrirtæki veita lélega þjónustu og í fyrsta sinn í sögunni er umtalsvert atvinnuleysi í landinu (athugið að þetta gerist í landi þar sem verkalýðshreyfingin var nánast svipt öllum völdum). Kay segir að ekki sé hægt að afsaka ástandið með því að segja það tímabundið eða það stafi af ytri orsökum. Frjálshyggjutilraunin hafi staðið nógu lengi til að hægt sé að dæma hana (Kay, 2004: 44–45). Reyndar áttu meintir frjálslyndir jafnaðarmenn mikinn þátt í óförum Nýsjálendinga. Roger nokkur Douglas, fjármálaráðherra Verkamanna- flokks stjórnar einnar, lagði sitt af mörkum. Flokkssystir hans, Helen Clark sem varð forsætisráðherra um aldamótin, játaði að efnahagstil- raunin hefði mistekist. Stjórn hennar efldi ríkisvaldið á ný, t.d. mun hún hafa endurþjóðnýtt vinnuslysatryggingar (Hertz, 2001). Andfætlingar hefðu betur mátt tryggja sig gegn vinnuslysi frjálshyggjunnar en það er nokkuð seint í rassinn gripið nú. Fleiri fræðimenn taka í sama streng og Kay, Gray gengur svo langt að segja að í nýsjálensku tilrauninni hafi frjálshyggjan afsannast af sjálfri sér. Tekjumunur hafi aukist þar meira en í nokkru öðru vestrænu ríki, til hafi orðið stétt öreiga sem ekki þekktist áður þar syðra. Frjálst flæði auðmagns gefi alþjóðlegum fjármagns- eigendum neitunarvald hvað stefnu ríkisstjórnarinnar áhrærir (Gray, 2002: 32 og 41–43). Slíkt hið sama gæti gerst á Íslandi ef landið yrði opnað fyrir þeirri auðmagnsinnrás sem marga álitshafa dreymir um. Hið frjálshyggjusinnaða The Economist maldar í móinn og telur að ekki hafi verið gengið nógu langt í frjálshyggjuátt þar syðra. Auk þess sé Nýja-Sjáland langt frá öðrum löndum og því sé samkeppnisaðstaða íbúanna erfið, gagnstætt t.d. Finnum.12 En var Nýja-Sjáland nærri öðrum löndum þegar það var þriðja ríkasta land veraldarinnar og hálf- sósíalískt? Hafa blaðamenn breska tímaritsins ekki uppgötvað að Finn- land Nókíusímans og hagvaxtarins er sósíaldemókratískt velferðarríki? Samkvæmt upplýsingum OECD var hagvöxturinn nýsjálenski 3,1% árið 2007 en í hinu erkikratíska Finnlandi 4,4% (http://www.oecd.org/ statsportal/). Ef „frjáls“ markaður væri eins skilvirkur og frjálshyggju- blaðasnáparnir halda þá hefði Nýja-Sjáland átt að búa við mun meiri hagvöxt en velferðarríkin en því fer fjarri.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.