Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Síða 102
102 TMM 2010 · 2 Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir Um Öskubusku Þegar kona nokkur hringdi og bað mig að taka ævintýri í nefið sagðist ég vera dama í dag, ekki geta valið, ævintýrið mundi finna mig. Stundu síðar þurfti ég niður í Hákot og viti menn, á gangstéttinni utan við húsið lá skærbleikur háhælaður Barbie-dúkkuskór við tröllatá mína á stétt- inni. Ekki er undan að víkjast þegar til-viljunin – það sem vill [verða] til – talar svo skýrt. Öskubuska vill til vera. Ég hljóp út, núna rétt í þessu í rifunni milli lína og sá að skórinn – sem ég skildi eftir handa telpunni sem týndi – er horfinn. Dúkkuprinsinn fann hann og nú er Amor hjá þeim. Þau eru sundurstungin og skotin, Barbie og Ken. Alsæl og tryllt. Megi lukkan sem lengst lúra hjá þeim. Sagan um Öskubusku er í stuttu máli fegurðarsamkeppni og verðlaunin þau að verða spúsa valdamanns. Löngum hefur lífið þótt leika við slíkar stúlkur, enda kallast þessar reynslulausu eftirsóttu lág- stéttarperlur sem alltaf hafa skinið í mannsorpinu neðan við æðstu yfirstétt: fegurðardrottningar. Zarinn í Rússlandi lét færa sér fallegustu telpur keisaradæmisins. Já, fjölkvæni gildir víðast utan hins kristna heims og kóngar og valdamenn hafa þar til bara alveg nýlega haft einkaleyfi á að vaða í fögru, undirgefnu og þægu holdi. Auk þess sem það er draumur sérhvers manns. Má í þessu sambandi minna á hreinu meyjarnar í himnaríki Islams, kvennabúr soldáns og keisarans í Kína, í Afríku og bara alls staðar. Vöðvinn varð ríkur og fékk að ráða og tók sér ljúft hold að vild. Draumur sérhvers manns sögðum við. Konur eru menn, hvernig snýr Öskubuskudraumurinn þá að konum? Með öfugum formerkjum …? Buskusagan geymir drauminn um að renna á fegurðinni upp stétta stigann í trygga ævilanga höfn. Kvennamegin er viðskiptafræði ástarinnar skýr, þar gildir þokki, gæði, léttur fótur, laglegur ökli, kyssi- legur munnur, viðráðanleg stærð … og svo framvegis. Sagan af Ösku- busku verður skemmtilega skökk og skæld ef skipt er um kyn. Skrítnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.