Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Síða 104
Þ ó r u n n E r l u - Va l d i m a r s d ó t t i r 104 TMM 2010 · 2 stéttar fegurðardrottningar sem stunda skúringar, þær meika aldrei neinn prins nema í Hollywoodmyndum, þær urðu og verða í mesta lagi hjákonur prinsa. Þetta má þó góðra siða vegna alls ekki koma fram í opinberu Öskubuskusögunni. Grimmar gamlar alþýðuútgáfur voru til, þar sem blóðið sullaðist úr hæl og tá í stríðum straumum, sem var gott og gilt og í samræmi við þáverandi opinberar refsingar glæpahyskis. Eins var það víst í alþýðuútgáfunum óprenthæfu kynlíf sem vakti Mjall- hvíti og Þyrnirós en ekki lauslegur koss. Í opinberu útgáfunum sem færðar eru í æskilegt kristilegt horf, varð hjónaband að verða úr öllum ævintýrum áður en dýpri ástir tókust, því kristnin bannaði holdlegan sóðaskap. Laglega stúlkan sem skúrar gólf fór í prentaðri og viðurkenndri sögu ekki í neina Sódómu karls eða kóngs, né var hún plötuð í hóruhús, heldur fór hún í „betra land“ í hjúskap með ríkum karli. Raunveruleikinn er þó ekki ævintýrið. Í raunveruleikanum nær og náði dísin aðeins í ríkari eða fínni ef hann sé ljótari, eða þá hún húkkar valdamann, afgamlan, ljótan og/eða sköllóttan, gráhærðan og feitan. Viðskiptafræði ástalífsins selur fegurð fyrir völd og ríkidæmi. Kynbombur eiga það til að sætta sig við nírætt kynlaust kríp í smástund til að ná í arfinn. Heimsfrægar konur og ríkar eiga á sama hátt sjens í yngra hold þótt þær séu gamlar, strekktar og úr sér gengnar. Dagdraumar gömlu ævintýranna og lygamaskína Hollywood hafa þrátt fyrir allt sitt heilaga hlutverk: losa sæl boðefni. Drauminn verður að næra. Draumurinn um að komast hærra í grimmilegu stéttakerfi inngróinnar mannlegrar goggunarraðar veitir afkomulega öryggis- kennd. Draumurinn um hjónabandið veitir tilfinningalega sælukennd og eftir ídealinu börn og ástarlosta. Þegar allir líkamshlutar eru spurðir álits elskum við flest bara einn í einu, enda eiga margir dýpst innra með sér minningu um innileg áralöng holdleg atlot við móður. Lostinn er bara augnablik. Barn er twenty-five to life eins og fórnfús einstæð for- eldri segja í gríni og alvöru. Kristnin er dásamlega barnvæn og gefur heimssögulega séð furðulegt einkaleyfi Adams á Evu og öfugt. Þar er jafnrétti á ferð sem stríddi gegn ríkjandi hjákvenna-karlveldi við Miðjarðarhaf fyrir tvö þúsund árum. Blessuð kristnin bætti því hag „góðra“ kvenna og barna þeirra. Þær sem næla sér í karl ungar og sætar eiga hann með húð og hári lifandi og dauðan þar til fyrir stuttu síðan, að upp úr öllum saumum rifnaði og hór og skilnaðir urðu viðurkennt brauð. Þetta gildir í báðar áttir að sjálfsögðu, með missi og ávinningum. Konur eru í fyrsta skipti í sögunni farnar að halda framhjá án þess að vera drepnar. Það er algjör nýjung og skrifast á enn frjálsara og jafnara
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.