Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 115

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Qupperneq 115
H r u n i ð o g u p p g j ö r i ð v i ð n a s i s m a n n í þ ý s k u m b ó k m e n n t u m TMM 2010 · 2 115 anum. Í kjölfarið var 100.000 veitingastöðum og klúbbum lokað um gervallt Þýskaland svo að fólk ætti auðveldara með að einbeita sér að stríðsrekstrinum.5 Niðurstaðan var sú hergagnaframleiðsla Þjóðverja jókst þrátt fyrir miklar loftárásir, og hélt áfram að aukast alveg þangað til haustið 1944, en þá voru Bandamenn þegar komnir langt inn í Frakk- land. Hvers vegna var þetta ekki gert fyrr? Líklega vegna þess að nasistar vissu að neysluvarningur var besta leiðin til að friða lýðinn og fá hann til að samþykkja stríðsreksturinn. Landlægt minnisleysi Rétt eins og nasistar reyndu að telja alþýðunni trú um að ekki væri raunverulegt stríð í gangi, aðeins stutt Blitzkrieg hér og þar, kannaðist enginn við það að stríði loknu að hafa nokkurn tímann verið nasisti. Nú höfðu allir verið í andspyrnunni gegn nasismanum. Í Blikktrommunni lýsir Grass þessu svo í gegnum sögupersónuna Óskar: Ég leysti upp eina sex, sjö fundi, setti þrjár eða fjórar skrúðgöngur og heiðurs- göngur út af laginu, en því fer fjarri að ég telji mig vera andspyrnumann. Orðið er í tísku nú um mundir. Menn tala um andspyrnu og andspyrnuhópa. Og það á víst að vera hægt að spyrna á móti hið innra. Innri útlegð, er það kallað. Og ekki má heldur gleyma öllum þeim biblíulærðu heiðursmönnum sem voru sektaðir fyrir það í stríðinu að byrgja svefnherbergisgluggann ekki sem skyldi, nú kalla þeir sig andspyrnumenn, menn sem spyrntu við fótum.6 Grass gerir hér grín að öllum þeim sem telja sig hafa verið á móti nasismanum í hjarta sínu og telja sér allt til tekna sem getur sýnt fram á andstöðu, án þess að hafa í raun gert neitt. Þetta má síðan til gamans bera saman við lýsingu Thomas Brussig (f. 1964) á Austur-Þýskalandi í bókinni Helden zum Wir sem kom út árið 1996: Ef enginn Austur-Þjóðverji er reiðbúinn til að viðurkenna það í dag, þá er það vegna þess að þeir skammast sín fyrir niðurlæginguna og mistökin … Enginn vill viðurkenna að hann hafi tekið þátt í kerfinu, allir voru á einhvern hátt „á móti“.7 Það að enginn vilji kannast við að hafa tekið þátt í kerfinu eftir á er þannig ekki bundið við Þýskaland nasismans heldur virðast þetta vera algeng viðbrögð þegar hugmyndakerfi hrynur. En á meðan kerfið stendur vilja jú allir reyna að þóknast því sem best og komast til sem mestra metorða innan þess.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.