Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 121

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 121
TMM 2010 · 2 121 D ó m a r u m b æ k u r Heimir Pálsson Auður Vilborg Davíðsdóttir: Skáldsaga. Mál og menning, 2009. Það ber að taka fram í upphafi máls að sú bók sem hér verður gerð að umtals- efni er skáldsaga og nýtur allra réttinda í því efni. Hún er ekki sagnfræðirit en leitast við að nota skáldaleyfin til þess að sýna inn í heim, sem vissulega er sannfræðilegur að einhverju marki. Það skal líka tekið strax fram áður en lengra er haldið að Vilborg Davíðsdóttir er ágætur, skynsamur og hófstilltur sögumaður. Líklega er konan sem skipar öndvegi í skáldsögunni Auði formóðir okkar allra sem nú teljumst af íslenska stofninum. Samt átti hún aldrei nema eitt barn. Hún var greinilega einn mestur höfðingi á Vesturlandi á sinni tíð. Samt eru menn ekki einu sinni alveg vissir um hvað hún hét. Íslendingabók virðist kalla hana Auði djúpauðgu (ef rétt er lesið úr Oþi), Laxdæla nefnir hana í einu handriti Unni djúpúðgu. Eyrbyggja stendur með Íslendingabók. En það eitt að hún er nefnd í sögu eftir sögu og greinilega alltaf átt við sömu manneskju, gerir okkur kleift að staðhæfa að hún var vissulega til. Punkta úr sögu hennar lesum við úr nafnaskránum í Íslenskum fornritum. Ef blaðsíðutölum er sleppt segir Íslendingabók okkur: „landnámskona; fer frá Írlandi til Suðureyja og Orkneyja; fer til Íslands; landnám, deyr.“ Sé Laxdæla leikin á sama hátt fáum við að vita að hún „fer vestur um haf; fer til Íslands; nemur land; gefur af landnámi sínu; hefur boð inni í Hvammi og andast.“ Þetta síðasta finnst mér dálítið flott! Þegar í sögutextana er gáð fæst samt miklu meira. Laxdæla er að vísu fáorð um ævi hennar, fer sennilega rangt með ætt eiginmannsins, Ólafs hvíta, enda skiptir hann litlu í þeirri frásögn og það er fyrst þegar allir eru dauðir, eigin- maðurinn, faðirinn Ketill flatnefur og sonurinn Þorsteinn að ástæða er til að segja ofurlítið frá Auði (Unni): „Unnur djúpúðga var á Katanesi, er Þorsteinn féll, son hennar. Og er hún frá það að Þorsteinn var látinn, en faðir hennar andaður, þá þóttist hún þar enga uppreist fá mundu. Eftir það lætur hún gera knörr í skógi á laun, og er skipið var algert, þá bjó hún skipið og hafði auð fjár. Hún hafði í brott með sér allt frændlið sitt það er á lífi var og þykjast menn varla dæmi til finna að einn kvenmaður hafi komist í brott úr þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti. Má af því marka að hún var mikið afbragð annarra kvenna.“ (Svart á hvítu bls. 1538–39). – Það er með öðrum orðum engin hversdagsmanneskja sem hér er á sviði. Vilborg Davíðsdóttir er búin að fá umtalsverða þjálfun í að skrifa sögulegar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.