Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 131

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 131
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 2 131 að yfirgefa heimili sitt og eiginmann og fara með honum, æskuástinni sem hún hefur heldur aldrei gleymt og alltaf séð eftir. Samband þeirra er fullkomið, þótt sautján ár séu liðin ná þau saman bæði sem ástvinir og elskendur og framtíðin er tryggð í lokin þegar í ljós kemur að Una er barnshafandi, á von á stúlkubarni. (Afsakið en þarna gaf ég upp endinn.) Þessi lýsing gefur til kynna að Góði elskhuginn sé hugljúf, og dálítið fyndin ástarsaga um draum sem rætist, mann sem nær að fanga hamingjuna. Eða eins og Gunnþórunn Guðmundsdóttir segir í ritdómi sínum: „mætti búast við að umfjöllunarefnið yrði árekstur draums og veruleika, ídealsins og hins jarð- bundna hversdags“.2 En ekkert er fjær sanni. Þótt sagan sé hreint ekki eins hugljúf og lýsingin gefur til kynna gengur hún enganveginn útá slíkan árekstur, brestirnir eru af allt öðru tagi. Því inn í þennan fagurlega ofna vef eru spunnir þræðir sem sundra byggingunni, rjúfa mynstrið og veikja undirstöðuna. Lesandi kemst nefnilega fljótlega að því að þetta fullkomna líf sem Karl hefur búið sér er uppfullt af mótsögnum. Sú fyrsta kemur fram strax í fyrsta kafla; skyndiákvörðunin að fara til Reykjavíkur er greinilega alveg úr takti, enda segir aðstoðarkonan fullkomna „Hvað kemur til?“ (9) og bregður þannig út af vana sínum að spyrja aldrei neins. Í Reykjavík heldur Karl áfram að fokka upp í kerfinu, hann lætur ekki vita af ferðum sínum og er vanbúinn fyrir kuldann, og hreinlega „hoppandi pirraður á ráðslaginu á sér“ (13). Áður en hann veit er hann kominn í leigubíl á leiðinni að heimili Unu og þar hefst atburðarás sem er gersamlega stjórnlaus. Ekki er þó svo að skilja að það hafi verið hin óvænta Reykjavíkurferð sem ruglaði manninn, því í ljós koma fleiri sprungur í hinu fullkomna skipulagi. Ein sú stærsta lýtur að ástkonunum sem hann gerir svo miklar kröfur til: „hún mátti ekki vera raddljót. Hún átti að hafa kímnigáfu … Hún þurfti ekki að vera fegurðardís, en hún átti að vera tíguleg. Lýtalaus. Og auðvitað grönn“ (29). Svona er mælikvarðinn, „en hann var því miður veikur fyrir konum sem voru í þéttara lagi, hálf-feitum konum. Honum fannst það jaðra við undarlegheit hjá sér“ (29). Þær feitu veita honum þó mun meiri ánægju og ein svo mikla að hann braut þá reglu að hitta sömu konuna aldrei oftar en þrisvar sinnum, og hefur hitt hana fimm sinnum. Öll sjötíuog- fimm kílóin. Ein af þessum ‘röngu’ ástkonum er Doreen Ash og það er þarna sem hún er fyrst nefnd til sögunnar, sem „kerfisruglari“ (29). Doreen Ash var ekki aðeins ekki eins og hún átti að vera, heldur braut hún ýmsar samskiptareglur (sagði honum til í kynlífinu, reykti og var þarmeð ekki nægilega raddfögur), gerði sig of heimakomna og endaði svo á því að sálgreina hann. Svo virðist sem tök Karls á hinu fullkomna kerfi sem hann kallar tilveru sína hafi byrjað að riðlast fyrir alvöru með tilkomu Doreen Ash. Enda halda áhrif hennar áfram, Karl hringir í hana um miðja nótt, ringlaður og örvæntingarfullur, og það er hún sem hvetur hann til að hringja í Unu og hreinlega nema hana á brott með sér og þannig er það hún sem leggur grunninn að hans fullkomna framhaldslífi með Unu. Og það er hún sem er í raun rétta konan fyrir Karl, konan sem hann elskar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.