Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 133

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 133
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 2 133 möguleika ástarinnar, um möguleika manneskjunnar til að lifa í ást og með ást“ (136). Þetta er að sjálfsögðu ágætislýsing á Góða elskhuganum eftir Stein- unni Sigurðardóttur, enda fjallar skáldsagan, eins og áður hefur verið sagt, um ást. En þarmeð er ekki öll sagan sögð, því þrátt fyrir að hin léttlyndu orð Austen eigi ágætlega við Karl Ástuson, þá búa þau líka yfir þunga og íhygli, alveg eins og saga Steinunnar. Orð Austen fela í sér heilan heim væntinga og vona, auk samfélagslegs aðhalds: efnaði piparsveinninn á að giftast, það er hans samfélagslega skylda, sem jafnframt gerir hann að skotmarki ungra kvenna, ekki síst í ljósi þess að staða einhleypra kvenna á tímum Austen (við upphaf nítjándu aldar) var ákaflega veik – jafnvel enn veikari en þeirra giftu.5 Ástin er í þessu samhengi aukaatriði, ágæt í bland, en skiptir alls ekki sköpum. Og það eru þessar spurningar um ást og ástleysi sem einkenna verk Austen. Hvað er þessi ást og hvaða máli skiptir hún? Augljóslega eru aðstæður allar aðrar í sögu Steinunnar, en þó er ljóst að vangaveltur um ást og ástleysi eru lykilatriði í Góða elskhuganum. Í nútíma- samfélagi er gengið útfrá því að einhverskonar ást þurfi að ríkja til að fólk fáist til að para sig, og því er flækjustigið mun hærra en í ástum í bókum Austen. Svarið við ‘hvaða máli skiptir ástin?’ er gefið, en spurningin ‘hvað er ást?’ er enn til staðar. Elskar Karl Unu eða elskar hann Doreen Ash? Líklegast báðar, Una er æskuástin, fyrirmyndin sem vegna sambandsslita (þar sem hún hafnaði honum) hefur verið hafin upp í goðsögulegar hæðir. En getur sú ást staðist tímans tönn? Þarna er efinn en Steinunn byggir meistaralega upp mótsagnir og spennu milli þess sem sagt er og þess sem textinn gefur til kynna. Samkvæmt orðanna hljóðan er Una ástin eina og hamingjan fullkomnuð í félagsskap hennar. En orðin hljóðna þegar fjallað er um Unu, en hljóða þegar Doreen Ash kemur við sögu.6 Allt í kringum Doreen er kraftmikið, meðan nærvera Unu dempar textann. Þessi mismunun kvennanna tveggja í textanum á sér svo spegilmynd í því hvernig góði elskhuginn aflar sér tekna, eins og Þröstur Helgason bendir á í ritdómi sínum, en þar segir: „Ábatasamt starf Karls Ástu- sonar byggist til að mynda á því að finna út mismun og hagnast á honum, hann starfar við mismunun og er mismunari, eins og sagt er í sögunni, sem er athyglisvert í ljósi þess að öll merking byggir einmitt á mismun.“7 Í þessari mis- munun ástarinnar felast átök sem óneitanlega krefja lesandann um dálítið erfiða sjálfsskoðun. Hver er mælikvarði hamingjunnar? Hvað er ást? Felst þetta tvennt í þægilegu samlífi við manneskju sem hvorki ögrar þér né ógnar? Eða á ástin að vera erfið, ‘kerfisruglandi’. Að einhverju leyti er þessari spurningu svarað með því umhverfi sem Karl finnur Unu í þegar hann kemur til Reykjavíkur. Konan sem hjálpar honum fyrst að nálgast Unu er eins og draugur, hún gengur í litlausum fötum og virðist einhvernveginn glær eða gufukennd, enda er hún með gufubað í húsinu sínu. Leigubílstjórinn er skyggn og Una sjálf er skuggi, og þannig gefur allt umhverfið og aðstæður til kynna að tilvera með þessari konu einkennist af deyfð og doða – jafnvel dauða. Enda er ást þeirra afturgengin, minning eða jafnvel svipur. Sjálfur er hann einnig í raun dauður, framtíðarlaus maður sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.