Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Síða 139

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Síða 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 2 139 Þótt sagan hefjist á morði og ráðgátan því tengd sé leiðarþráður skáldsög- unnar, þá rís hún hæst í lifandi myndum af mannlífinu í Reykjavík. Ýmis smáatriði og nostur við blæbrigði skila sér í afar skemmtilegri og vandaðri lýsingu á bæjarbrag. Stéttskiptingin er til dæmis vel dregin fram, skólapiltar eru verðandi embættismannastétt, og hrokafullir eftir því, og broddborgarar stofna skotveiðifélag sem eins konar fyrirmennasport. Í misjafnlega mikil- vægum hlutverkum eru svo ýmsir þjóðkunnir menn. Einna minnisstæðastir eru skólapiltarnir og síðar Verðandi-mennirnir Gestur Pálsson og Bertel Ó. Þorleifsson sem báðir tengjast atburðum sögunnar beint og skipta máli í fram- vindunni. Báðir eru þeir vel dregnar persónur og ganga alveg upp, Gestur þá þegar í nokkrum uppreisnarhug og hneigður til drykkju en Bertel stríðir við taugaveiklun. En þótt þetta sé karlasaga úr karlasamfélagi þá felst mikilvæg vísbending í því að nútímalegasta persóna sögunnar er kona: Sigga tólf sem býður stétt- skiptingunni byrginn og er framsækin í skoðunum og stoltri afstöðu sinni. Örlög hennar mega kallast táknræn og ekki fer heldur hjá því að örlög barns hennar fái sömuleiðis táknlega merkingu. Með óvæntum hætti talar sagan þannig allt í einu beint inn í okkar myrku tíma á Íslandi. Stundum þykist maður sjá á lýsingum persóna hvaða heimildir Helgi hefur stuðst við. Til dæmis sýnist mynd þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar að nokkru sótt í Dægradvöl Benedikts Gröndals, þar sem Bensi pirrar sig oft á hégómaskap Matthíasar sem honum fannst uppfullur af sjálfum sér og þurfa endalaust að troða sér að með kvæði sín og efni. Í þessu sambandi er rétt að nefna sérstaklega hversu samtölin eru vel gerð, og stílsnið hverrar persónu trúverðugt. Þó er þar ekki farin auðveldasta leiðin, og stundum teflt á hálan ís eins og með Hjaltalín landlækni og allar hans slettur. Þetta gefur sögunni aukið líf og skemmtigildi. En vitanlega koma fyrir persónur sem ef til vill eru leiddar fram sökum frægðar sinnar fremur en vegna tilgangs í sögunni. Hugsanlega hefðu einhverjir saknað Hannesar Hafstein úr persónugalleríinu, en einhvern veginn er hann svolítið úti á þekju, þótt vel megi hafa skilning á því að Helgi falli fyrir freistingunni að stilla upp svo frægum unglingi. En hug- stæð er myndin af Sigurði Guðmundssyni málara, Sigga séní eins og hann er kallaður – sem minnir á að rétt er að hrósa Helga fyrir að nota viðurnefni til áhrifsauka – þar sem hann málar einn og afskiptur í tjaldi á Þingvöllum, í hinu fræga konungspartíi sem var haldið í óþökk Jóns Sigurðssonar og fór með fjár- hag Þjóðvinafélagsins sem var víst aldarfjórðung að vinna upp tapið. Og fyrst Jón er hér nefndur á nafn: Einhverjum kann að þykja sem hér falli blettur á hans mynd, en það er erfitt að fallast á slíka skoðun. Helgi fer smekk- lega með Sómann og ekkert sem honum tengist í þessari sögu getur talist ómaklegt eða fjarstæðukennt á nokkurn hátt. Þvert á móti má leiða gild rök að því að niðurstaða þessarar skáldsögu um Jón sé beinlínis mikilvæg fyrir þá mynd sem þjóðin ætti að hafa af hetju sinni: Þrátt fyrir allt þá var hann mann- legur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.