Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 140

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Page 140
D ó m a r u m b æ k u r 140 TMM 2010 · 2 Erna Erlingsdóttir Ekki er allt sem sýnist Ragna Sigurðardóttir: Hið fullkomna landslag. Mál og menning, Reykjavík, 2009. Framan á kápu: Mynd af herbergi, á gólfinu standa trönur með málverki af kræklóttu birki, fjalli og himni. Undir hlífðarkápunni: Einungis landslags- myndin; trönurnar og umgjörðin urðu eftir fyrir utan. Inni í bókinni: Listræn blekking af ýmsu tagi en líka sitthvað fleira. Strax í byrjun Hins fullkomna landslags eftir Rögnu Sigurðardóttur opnast lifandi heimur þar sem andstyggilegur janúardagur í Reykjavík ræðst á næst- um öll skilningarvitin. Aðalpersónan Hanna „gleypir kalt og hráslagalegt myrkur“ og myrkrið „lyktar af regni, blautu malbiki og bílaútblæstri með votti af sjó og þangi“. Það eru ekki bara augun sem nema myrkrið, af því er líka lykt og bragð, jafnvel hægt að snerta það. Hanna hefur búið erlendis lengi og var „búin að gleyma hvað miðbærinn getur verið nöturlegur“ (5). Nú er hún flutt aftur til landsins til að taka við starfi hjá listasafni borgarinnar en gestsauga hennar er nýtt til ýmiss konar athugunar, ekki bara á vetrardegi í miðbæ Reykjavíkur heldur líka á myndlistarheiminum og samfélaginu. Þótt rammi sögunnar, sem gerist í gróðærinu, sé safnið og listaheimurinn er vandalaust að lesa ýmsar víðari skírskotanir til samfélagsins milli línanna, m.a. í þessum vangaveltum Hönnu: Lítið safn í litlu landi, hugsar hún. Kannski er starfssvið þeirra sem hér vinna ekki eins afmarkað og þar sem hún þekkir til, reglurnar ekki eins ósveigjanlegar, kannski gerist hér allt með liðlegri hætti en hún er vön en það einfaldar ekki endilega hlutina. (16) Inn í frásögnina er ofinn margs konar fróðleikur um myndlist og gerð er grein fyrir ýmsum mismunandi hugmyndum um hana. Hanna hefur alltaf haft sér- stakan áhuga á landslagsverkum þótt hún hafi oft skorið sig úr hópnum vegna þess; sjálf stundaði hún myndlistarnám á yngri árum en fékk síðan meiri áhuga á að „lesa, skoða og túlka“ (17) svo hún sneri sér að listfræðinni. Baldur, samstarfsmaður hennar á safninu og gamall skólafélagi, hafði líka málað sjálfur, fylgt straumnum og jafnvel orðið nokkuð þekktur á tímabili en hann „átti hápunkt sinn á tímum nýja málverksins“ (16) og hætti svo að skapa sjálfur frá grunni. Alls konar listamenn eru skáldaðir upp og dregið óbeint fram að á hverjum tíma er unnið eftir fleiri en einni listastefnu þótt þær séu mismikið í tísku. Málverk sem gefin hafa verið safninu á þeim forsendum að þau séu eftir tvo látna og fræga listamenn, Guðrúnu Jóhannsdóttur og Sigfús Gunnarsson, gegna veigamiklu hlutverki í bókinni, en þótt fram komi að þau hafi verið samtíðarmenn eru verk þeirra gerólík: Guðrún málaði hlutbundið,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.