Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Síða 141

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2010, Síða 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 2 141 Sigfús abstrakt. Svipuðu máli gegnir um eldri kynslóðina á sýningu sem Hanna stendur fyrir: Hámundur og Stefán eru jafnaldrar en Hámundur hefur alltaf verið á skjön við samtímann, hann málaði abstrakt framan af ferlinum en sneri sér svo að landslagi; Stefán hefur aftur á móti aldrei málað mynd, list- sköpun hans felst í skúlptúrum, gjörningum og hugmyndalist. Yngri kyn- slóðin á sýningunni býr svo til enn aðrar tegundir af listaverkum: Guðmundur gerir innsetningu en Anselma hljóðverk. Meðal annars sem fjallað er um eru útilistaverk í borginni og veggjakrot unglinga en þessu tvennu lýstur líka saman við lítinn fögnuð Hönnu sem reynir þó að bregðast við á jákvæðan hátt, hún býður hópi unglinga í safnið í von um að víkka sjóndeildarhring þeirra gagnvart listinni, sérstaklega eins drengsins. Gjörningar koma einnig við sögu. Að auki tengir Hanna margt í daglegu lífi við myndlistarverk og þar er farið vítt og breitt um listasöguna. Áköf persóna minnir hana t.d. á málverk Jóns Stefánssonar af Þorgeirsbola (26) og á göngu um Öskjuhlíðina kemur henni í hug málverk eftir endurreisnarmálarann Paolo Uccello (30). Miðlað er fjöl- breytilegri sýn og margþættum upplýsingum um myndlistarheiminn. Með því að fylgjast með daglegum störfum Hönnu verða lesendur líka margs vísari. Fróðleikurinn verður aldrei kæfandi, hann er í góðu jafnvægi við aðra þætti sögunnar og tengist ávallt vel gerðum persónulýsingum. Fólkið og samskipti þess er í forgrunni en ýmislegt fleira hangir á spýtunni og útkoman er trúverð- ugur og næstum áþreifanlegur heimur. Afstaðan til myndlistar er síðan ennþá margvíslegri en listastefnurnar sem gerð er grein fyrir. Bókin gerist á nýliðnum tíma, auðhyggjan er allsráðandi og viðhorf sumra persóna til myndlistar markast einvörðungu af henni. Peninga- maðurinn Hrafn „skoðar málverk af hyggjuviti en ekki með hjartanu“ (63), hann hefur einungis áhuga á verðgildinu og þegar hann íhugar að styrkja safnið er honum eigin ímyndarsköpun efst í huga. Unglingarnir sem Hanna býður í fræðsluferð í von um að vekja áhuga þeirra á myndlist svo þau hætti að spreyja styttur bæjarins sýna líka takmarkaðan áhuga á fyrirlestri hennar og listaverkunum sem eru til sýnis en það lifnar yfir þeim þegar frægð og háar fjárhæðir berast í tal. Og svo eru það falsararnir. Hryggjarstykkið í frásögninni er rannsókn Hönnu og forvarðarins Steins á landslagsmálverki sem safninu var gefið og samhliða þeirri rannsókn verða lesendur margs vísari um falsanir og aðferðir falsara, auk þess sem minnt er á að ekki sé rétt að leyfa nýlegum fölsunarmálum í raunheiminum að gleymast. Smám saman staðfestist sá grunur að landslagsverkið sé falsað og jafnvel líka abstraktverk sem safninu hafði einnig verið gefið. Það flækir svo fölsunarsög- una að abstraktverkið hafði verið kóperað eftir heimildum um raunverulegt verk en upprunalega verkið kemur í ljós undir falsaða landslagsverkinu! Við- brögð persónanna við þessu segja ýmislegt um þær. Steinn uppgötvaði falsan- irnar og reynir að opna augu annarra fyrir þeim með hægð, hann gengur ekki fram með hrópum og köllum en stendur fast á sínu. Hanna vill helst ekki trúa honum í byrjun og hikar þar sem hún veit að starfsframinn er í húfi ef verkin reynast ófölsuð en ákveður svo að opna augun fyrir hinu augljósa og lætur slag
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.