Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 23
G u ð j ó n S a m ú e l s s o n o g s i ð u n í s l e n s k r a r þ j ó ð a r TMM 2017 · 2 23 var önnur aðalaðkoman til Reykjavíkur af sjó um steinbryggjuna sem lá beint fram af Pósthússtræti.76 Guðjón setur áberandi turn á norðvesturhorn hússins og hann sér fyrir sér að húsið sem reisa á hinumegin götunnar muni skarta öðrum eins. Það olli honum því töluverðum vonbrigðum þegar Einar Erlendsson, síðar aðstoðarmaður hans og arftaki í starfi, hannar Austur- stræti 16 án þess að draga horn þess fram með turni. Um ytra útlit skal ég geta þess, að báðumegin við Pósthússtræti og sunnan við Austurstræti hafði ég hugsað mér að turnar kæmu á hornbyggingarnar, og því gerði ég turn á hornið á þessari byggingu. Þessa turna hugsaði ég mér [sem] eins konar hlið inn í Miðbæinn. En því miður hefir þessi hugmynd ekki komizt í framkvæmd, því að hús Jóns Þorlákssonar, sem stendur andspænis húsinu Austurstræti 16, er byggt gjörsamlega í öðrum stíl og álít ég það illa farið. Það hefði gefið bænum tals- verðan svip, ef komið hefðu þarna tveir turnar við aðalinngöngugötu bæjarins.77 Pétur H. Ármannsson hefur kallað þessi ár, 1915–1919, þegar Guðjón var enn við nám og sjálfstætt starfandi, fyrsta tímabilið í verkum hans og þetta er jafnframt tilraunaskeið steinsteypualdarinnar.78 Verkefnin voru næg og gáfu vel í aðra hönd fyrir Guðjón heima á Íslandi og honum varð fljótlega ljóst að hann þyrfti hvorki á lengra námi né loka- prófi í húsagerðarlist að halda til þess að geta unað hag sínum vel. Samkvæmt óútgefinni verkskrá sem Pétur H. Ármannsson hefur tekið saman um verk Guðjóns má sjá að hann hefur verið störfum hlaðinn. Af stærri verkefnum sem hann hafði á könnu sinni má nefna verslunarhús Nathans og Olsen, Austurstræti 7 (þar sem áhugi Guðjóns á sveitabæjarstílnum, ásamt því að leita fyrirmynda í náttúrunni kom fram í burstunum ásamt báruskrautinu sem prýddi burstirnar), íshúsið á Fríkirkjuvegi (nú Listasafn Íslands), auk fjölda smærri verkefna og alla vega breytinga. En þá taka hlutirnir skyndi- lega óvænta stefnu og má þá einkum tína tvennt til sem vó þungt í aðstöðu- breytingunni. Fyrst ber að nefna að skömmu eftir að Guðjón kemur heim í fyrra skiptið, kemur út bók Guðmundar Hannessonar, Um skipulag bæja.79 Hún birtist í aukariti Árbókar Háskóla Íslands 1916, beint í kjölfar brunans í Austurstræti og var ásamt ítarlegri umfjöllun um borgarfræði, eins konar „ádeila á skipu- lagsmál Reykjavíkur“.80 Það er spurning hvort Guðmundur hafi séð sér leik á borði með útgáfunni, gripið tækifærið í kjölfar þeirrar umræðu sem spannst kringum bæjarbrunann, til þess að gera „grein fyrir mikilvægi bæjarskipu- lags með hliðsjón af lífsskilyrðum íbúanna og möguleikum þeirra á heil- næmu umhverfi.81 En fram að því voru fáir sem lögðu hlustir við þvílíku. Í riti Guðmundar finnur Guðjón sér bróður í anda og ærið tilefni til þess að upplýsa almenning um ágæti skipulagsmála með því að skrifa grein sem birtist í Ísafold í nóvember. Guðjón byrjar á því að þakka höfundi bókarinnar fyrir að koma svo „þýðingarmikilli fræðigrein“ inn í bókmenntir þjóðarinnar og hefst svo handa við að reifa innihald hennar fyrir lesendum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.