Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 24
K j a r t a n M á r Ó m a r s s o n 24 TMM 2017 · 2 blaðsins.82 Greinin er mjög athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Til dæmis kemur greinilega í ljós að Guðjón hefur þá þegar myndað sér ákveðnar skoð- anir og er óhræddur við að gagnrýna það sem honum þykir of eða van í bók Guðmundar. Það kemur skýrt fram í greininni að Guðmundur hafi sinn lærdóm nær eingöngu af bókum en Guðjón sé þeirrar reynslu aðnjótandi að hafa ferðast víða og séð í verki þær hugmyndir sem Guðmundur talar um. Eins bætir Guðjón eigin athugasemdum við í innskotum á milli þess sem hann ræðir um ritið. Í einu þessara innskota minnist Guðjón á tilraun sem gerð var í Englandi til þess að bæta „úr hinu hörmulega ástandi verkamanna“ þar.83 Þetta er að sjálfsögðu hugmyndin um verkamannabústaðina sem Guð- jón átti síðar eftir að gerast talsmaður fyrir.84 Þar fyrir utan er rétt að gefa því gaum að Guðjón minnist á „fyrirmyndarbæinn“ Port Sunlight sem er gerður að einu viðmiðinu í riti Guðmundar. Port Sunlight var afurð tilraunar sem eigendur sápufyrirtækisins Sunlight stóðu fyrir í lok nítjándu aldar. Þetta var verksmiðjubær í þeim skilningi að eigendurnir byggðu hann eingöngu fyrir starfsmenn verksmiðju sinnar. Þeir staðsettu bæinn með tilliti til aðgengis að vatni og samgöngum og sáu svo til þess að starfsmenn sínir hefðu allt til alls innan svæðisins: spítala, skóla, hljómleikasali, sundlaugar, kirkjur og svo framvegis. Auk þess buðu þeir upp á heilsuþjónustu, menntun og ýttu undir tómstundaiðkun bæjarbúa. Í huga Guðmundar og Guðjóns var Port Sunlight sönnun þess að mögulegt væri að byggja vel skipulagt fyrirmyndarsamfélag frá grunni ef aðeins væri hugað að skipulaginu frá fyrsta degi.85 Um þessar mundir andaðist byggingarfræðingur landsstjórnarinnar, Rögn- valdur Ólafsson, og þáverandi forsætisráðherra Jón Magnússon bauð Guð- jóni stöðuna.86 Jón setur hins vegar það skilyrði að hann ljúki fullnaðarprófi við listaháskólann. Tilboð Jóns er of gott til þess að hægt sé að hafna því. Borgin var full af möguleikum og þarfnaðist aðeins skipulagningar kunn- áttu manns til þess að mannlíf og menning myndu blómstra. Þar á ofan skyldi Guðjón „fá fyrir starf sitt föst laun til jafns við vegamálastjóra, en auk þess hálfa greiðslu, eftir taxta húsameistara, fyrir hvert það hús, sem hann reisti fyrir ríkið“.87 Guðjón hugsar sig ekki tvisvar um en heldur rakleiðis til Kaupmannahafnar til þess að ljúka námi. Tveimur árum síðar, árið 1919, gengust tuttugu og tveir nemendur undir fullnaðarpróf í Listaakademíunni en aðeins níu stóðust. Fjórir þeirra hlutu fyrstu einkunn og þeirra á meðal var Guðjón Samúelsson.88 Þá hafði hann lokið grunnnámi í byggingartækni og listum og þriggja ára framhaldsnámi í hönnun. Guðjón varð þar af leiðandi fyrstur Íslendinga til þess að ljúka háskólaprófi í byggingarlist. Guðjóni var í framhaldi af útskrift sinni boðinn rausnarlegur styrkur til frekara náms í Bandaríkjunum en hann afþakkaði. Hugur hans stefndi heim þar sem staða húsameistara ríkisins og ógrynni óleystra verkefna biðu hans. Borgin beið. Það yrði á valdi hans að móta og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.