Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 32
K j a r t a n M á r Ó m a r s s o n 32 TMM 2017 · 2 28 Það þurfi að: 1) fastsetja allar aðalumferðargötur 2) ákveða hvar opinberar byggingar skyldu vera 3) ákveða hvar auð svæði skyldu vera 4) ákveða hvar aðrar götur ætti að leggja. 29 Um ögunarsamfélagið má lesa í riti franska sagnfræðingsins Michel Foucault, Surveiller et punir: Naissance de la Prison, frá árinu 1975. Valdir kaflar úr þessu riti hafa verið þýddir á íslensku og má nálgast í Michel Foucault, Alsæi, vald þekking, Reykjavík: Bókmenntafræði- stofnun Háskóla Íslands, 2005. 30 Útlistanirnar sýna greinileg merki þess að hann er kappsfullur nemandi og efnið stendur honum nærri. Það fara t.d. rúmlega tveir blaðadálkar í að ræða um helstu eiginleika gatna og ýmsar útgáfur þeirra. Sjá má að Guðjón er snemma á ævinni farinn að mynda sér skoðanir sem áttu eftir að fylgja honum alla tíð. Í greininni talar hann til að mynda um að götur eigi ekki að vera lengri en 1000 metrar á lengd, né heldur eigi þær að „enda eða beygjast til hliðar án þess að hús eða minningarmerki standi fyrir endanum eða beygjunni“. Enn í dag má sjá þessar hugmyndir í verki. Þar má meðal annars nefna Landakotskirkju sem rís upp á holtinu við endann á Ægisgötu og er sýnileg allt frá Geirsgötu. Eða Hallgrímskirkju sem rís upp úr skurðpunkti Njarðargötu, Klapparstígs og Skólavörðustígs. 31 Pétur H. Ármannsson, „Landslag sálarinnar“, bls. 147. 32 Ólafur Rastrick, „Arkitektúr siðmenningar“, bls. 179. Segja mætti að þessi skoðun ríki enn tæpri öld síðar þar sem Gunnar Harðarson lætur líkt í ljós árið 1998 þegar hann segir útlendinga sem koma hingað til lands undrast hvernig svona ljót byggingarlist geti þrifist í jafnfögru landi. „Þeim hefur verið sagt að Íslendingar séu menningarþjóð og að þeirra dómi er byggingarlistin vísbending um „menningarstig“ viðkomandi þjóðar. En sú byggingarlist sem mætir þeim víða hér um land er hrópleg andstæða við fegurð landsins og virðist ekki bera vitni um að í landinu búi mikil menningarþjóð. Líklega væri þó réttara að tala hér um „siðmenningu“, því að eins og alþjóð veit eru Íslendingar hin mesta menningarþjóð. En þeir eru ósiðmenntuð menningarþjóð. Og arkitektúrinn er einmitt vísbending um þetta siðmenn- ingarstig þjóðarinnar“. Gunnar Harðarson, Smásmíðar, Reykjavík: Bjartur, 1998, bls. 112. 33 Páll Líndal, Bæirnir byggjast, bls. 87. 34 Ég hef áður bent á líkindi frásagnarvæðingar Jónasar á lífi Guðjóns við formgerðareinkenni ævintýra og goðsagna. Sjá: Kjartan Már Ómarsson, „Húsin eru eins og opin bók“, bls. 60. 35 Í grein sem birtist í Tímanum er því t.d. haldið fram að kennslubækur Jónasar séu betri heimildir um hann en sögu Íslands. Jónas var þar að auki enginn fræðimaður, var t.a.m. ógagnrýninn á heimildir, hann efaðist ekki um sannleiksgildi íslenskra fornrita og hans eigin persónulegu skoðanir áttu til að lita umfjöllunarefnið. Höfundur óþekktur, „Gluggað í hina áhrifamiklu kennslubók Jónasar frá Hriflu um Íslandssögu“, Tíminn, 6. febrúar 1983, bls. 4–5. 36 Jónas Jónsson og Benedikt Gröndal, Íslenzk bygging: brautryðjandastarf Guðjóns Samúels sonar, Akureyri: Norðri, 1957, bls. 8. 37 Jónas Jónsson, „Guðjón Samúelsson“, Fegurð lífsins, Komandi ár, Reykjavík: Samband ungra framsóknarmanna, 1960, bls. 295– 310, hér bls. 295. 38 Jónas Jónsson og Benedikt Gröndal, Íslenzk bygging, bls. 295–296. 39 Jónas Jónsson, „Guðjón Samúelsson“, bls. 295. 40 Þess má geta að Guðjón „skar allan skurð er þurfa þótti inni í samræmi við leifar verka Stefáns Eiríkssonar, enda var hann jafnframt í námi hjá honum“. Hörður Ágústsson, Íslensk bygg- ingararfleifð I, bls. 262. 41 Þar hafði hann einnig vinnuaðstöðu fram til ársins 1930 en þá flytur hann sig um set að Arnar- hvoli. 42 Jónas Jónsson og Benedikt Gröndal, Íslenzk bygging, bls. 11. 43 Jónas Jónsson og Benedikt Gröndal, Íslenzk bygging, bls. 11. 44 Pétur H. Ármannsson, „Húsameistarinn frá Hunkubökkum“, bls. 8. Pétur vísar í Morgun- blaðið, 20. maí 1947. 45 Pétur H. Ármannsson, „Húsameistarinn frá Hunkubökkum“, bls. 9. 46 Rögnvaldur Ólafsson (1874–1917) er fyrsti stúdentinn sem haslar sér völl í íslenskri húsagerð. „Með tilkomu Rögnvaldar Ólafssonar verða skil í sögu íslenskrar húsagerðar. Staða hans og starf varð hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Hið innlenda framkvæmdavald tók nú til sín mótun opinberra bygginga, sem áður höfðu verið í höndum Dana. Því var það engin tilviljun að fyrsti innlendi húsameistarinn tók til starfa sama ár og Íslendingar fengu heimastjórn […]“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.