Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 45
„ É g e r m e ð k ó k ó m j ó l k s e m é g s t a l í b ú ð i n n i .“ TMM 2017 · 2 45 Saknar þú óþekktarinnar? Nei, henni fylgir óttalegt vesen en ég læt hana blómstra í skrifunum. En hvort fannst þér skemmtilegra að vera barn eða unglingur? Barn, en það var líka mjög gaman að vera unglingur og líka erfitt einsog hjá öllum. Ég fór í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og var mikið í rútum á milli Sandgerðis og Keflavíkur og eins á puttanum að húkka far á unglingstíma- bilinu. Ég ákvað að þetta hefði verið erfiður tími og leiðinlegur en þegar ég komst í dagbækurnar mínar uppgötvaði ég að ég var mjög aktíf og dugleg í náminu en líka á kafi í félagslífinu og sá þá tímabilið í nýju ljósi. Maður þarf að passa dagbækurnar sínar, kíkja svo í þær og leiðrétta sjálfan sig. Níu ára byrjaði ég að læra á píanó og það gekk einsog í sögu, ég lærði á píanó þar til ég varð tvítug. Með náminu hurfu kækir sem ég hafði haft, ég fékk útrás og lærði að maður þarf að hafa fyrir hlutunum. Tónlist hlýtur að vera gott meðal við óþekkt. Varstu trúuð? Ertu trúuð? Já, ég virðist hafa sterka trúarþörf. Ég var svona KFUK-stelpa og unglingur. Ég var kristin og fór í guðfræði, svo fjarlægðist ég trúna, vildi meira frelsi en fann mig svo aftur í hugmyndum um einhvern æðri mátt – það er lykillinn fyrir mig til að ná einhverri auðmýkt og ég losna við kvíða ímyndi ég mér að einhver sé með plan fyrir mig. Ég sæki ekki kirkju markvisst en þykir gott að koma í þær. Ég held ég hafi yfirfært trúna á listina og skáldskapinn og sæki þangað þerapíu og huggun. Ertu félagsvera, einfari? Bæði, en meiri félagsvera – eða félagslyndur einfari – og ég þarf á félags- skap að halda en fari hópurinn í eina átt verð ég þrjósk og get ekki lengur fylgt honum, fer ósjálfrátt í hina áttina. Ég er líka mjög hrifnæm. En tískan elur á mótþróanum í mér. Varstu/ertu pabbastelpa? Mömmustelpa? Hvorugt? Meira pabbastelpa. Svo á ég tveimur árum yngri bróður – sá mynd af honum um daginn, drengurinn er svo fallegur, með eldrautt hár – og hann þurfti mikið á mömmu að halda þannig að ég leitaði til pabba, en líka til þeirra beggja. Við pabbi náðum saman í gegnum húmorinn. Ég passaði bróður minn og hafði alltaf einhvern nálægt til að leika mér við. Við mamma vorum líka mikið tengdar enda pabbi oft á sjónum og þá sá mamma um allt. Við mamma heyrðumst í síma nánast daglega eftir að ég flutti að heiman. Mamma stóð stundum á svölunum á efri hæðinni í húsinu okkar í Kefla- vík og leit yfir hverfið. Hún gat alltaf fundið bróður minn útaf rauða hárinu. Stundum sofnaði hann á gangstéttinni því hann var orðinn þreyttur og svo lítill.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.