Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 50
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
50 TMM 2017 · 2
eskju sem vinnur með tungumálið er hollt að stíga inn á svæði sem vantar
tungumál. Þori ég að taka pláss á dansgólfinu þori ég það líka í lífinu.
***
Hvernig koma hugmyndirnar?
Þær koma akandi á kappakstursbíl! Stundum er eins og það kvikni á peru,
stundum þarf maður að setja sig í stellingar. Ég fæ brjálaðar hugmyndir
þegar ég skokka og ligg í baði.
Viltu segja mér frá vinnubrögðunum, aðferðunum, sköpunarferlinu?
Það er misjafnt á milli bóka. Stundum poppa upp ljóð eða hugmyndir sem
fara í stílabók – ég er alltaf með bók sem ég get gripið í fyrir hugmyndir –
svo er það stundum spurning um ákvörðun: að byrja á handriti og halda það
út. Þá tek ég það sem ég á fyrir og set í handritið. Ég fer vel yfir allt sem ég
skrifa, hreinsa mikið og er að færa til orð og laga fram á síðustu stundu. Ef
ég get lesið örsögu yfir þrisvar án þess að breyta nokkru þá ákveð ég að hún
sé tilbúin.
Ég vil hafa textann agaðan en ég þarf að sætta mig við að hann má líka
vera hrár. Ég vildi ég gæti stundum skrifað texta og hann stæði án þess ég
þyrfti að laga hann jafn mikið, kannski kemur það með æfingunni – eftir
fjörutíu ár.
Það er gaman að vinna í heilu handriti og hugsa um eitt orð og svo stóra
samhengið, um hvernig orð sem maður tekur út getur breytt öllu.
Þetta er einsog að byggja hús. Það mega ekki bara vera veggir heldur líka
uppbrot og leikur í bland við alvöruna. Ég er mjög meðvituð um byggingar-
vinnuna og nýt hennar. Vonandi öðlast maður sjálfstraust og æfingu með
hverri bók og verður fljótur að sjá hvað þarf að laga. Oft er þetta lítið annað
en kaos en það er hluti af ferlinu, halda inn í óreiðuna og fá útrás þar inni,
fara svo aftur inn í agaða orku og stökkva á milli.
Semurðu á tölvu?
Já og líka á pappír. Mér finnst gott að rissa upp ljóð á pappír og setja svo
í tölvu en stundum sem ég beint á tölvu. Textinn er yfirleitt mjög hrár svo
ég fer yfir hann oft. Ég á samt nokkur ljóð sem ég samdi og breytti ekkert.
***
Viltu segja mér frá bókunum þínum, nokkur orð um hverja bók. Í krónó-
lógískri útgáfuröð og hvenær þú skrifaðir þær. Ef við byrjum á Fjallvegum
í Reykjavík (2007).
Ég hafði sent handritið til útgefanda án árangurs í nokkur ár en fékk
sjálfstraust árið 2006 þegar ég vann glæpasagnakeppni og frétti af forlaginu