Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 50
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 50 TMM 2017 · 2 eskju sem vinnur með tungumálið er hollt að stíga inn á svæði sem vantar tungumál. Þori ég að taka pláss á dansgólfinu þori ég það líka í lífinu. *** Hvernig koma hugmyndirnar? Þær koma akandi á kappakstursbíl! Stundum er eins og það kvikni á peru, stundum þarf maður að setja sig í stellingar. Ég fæ brjálaðar hugmyndir þegar ég skokka og ligg í baði. Viltu segja mér frá vinnubrögðunum, aðferðunum, sköpunarferlinu? Það er misjafnt á milli bóka. Stundum poppa upp ljóð eða hugmyndir sem fara í stílabók – ég er alltaf með bók sem ég get gripið í fyrir hugmyndir – svo er það stundum spurning um ákvörðun: að byrja á handriti og halda það út. Þá tek ég það sem ég á fyrir og set í handritið. Ég fer vel yfir allt sem ég skrifa, hreinsa mikið og er að færa til orð og laga fram á síðustu stundu. Ef ég get lesið örsögu yfir þrisvar án þess að breyta nokkru þá ákveð ég að hún sé tilbúin. Ég vil hafa textann agaðan en ég þarf að sætta mig við að hann má líka vera hrár. Ég vildi ég gæti stundum skrifað texta og hann stæði án þess ég þyrfti að laga hann jafn mikið, kannski kemur það með æfingunni – eftir fjörutíu ár. Það er gaman að vinna í heilu handriti og hugsa um eitt orð og svo stóra samhengið, um hvernig orð sem maður tekur út getur breytt öllu. Þetta er einsog að byggja hús. Það mega ekki bara vera veggir heldur líka uppbrot og leikur í bland við alvöruna. Ég er mjög meðvituð um byggingar- vinnuna og nýt hennar. Vonandi öðlast maður sjálfstraust og æfingu með hverri bók og verður fljótur að sjá hvað þarf að laga. Oft er þetta lítið annað en kaos en það er hluti af ferlinu, halda inn í óreiðuna og fá útrás þar inni, fara svo aftur inn í agaða orku og stökkva á milli. Semurðu á tölvu? Já og líka á pappír. Mér finnst gott að rissa upp ljóð á pappír og setja svo í tölvu en stundum sem ég beint á tölvu. Textinn er yfirleitt mjög hrár svo ég fer yfir hann oft. Ég á samt nokkur ljóð sem ég samdi og breytti ekkert. *** Viltu segja mér frá bókunum þínum, nokkur orð um hverja bók. Í krónó- lógískri útgáfuröð og hvenær þú skrifaðir þær. Ef við byrjum á Fjallvegum í Reykjavík (2007). Ég hafði sent handritið til útgefanda án árangurs í nokkur ár en fékk sjálfstraust árið 2006 þegar ég vann glæpasagnakeppni og frétti af forlaginu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.