Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 55
„ É g e r m e ð k ó k ó m j ó l k s e m é g s t a l í b ú ð i n n i .“ TMM 2017 · 2 55 *** Myndir þú geta lýst því í orðum hvernig fyrsti eini og hálfi áratugur þess- arar aldar birtist þér? Á Íslandi á sér stað opnun. Við erum að breyta svo miklu og almenningur kallar á auknar breytingar. Fólki finnst t.d. nóg um hvernig er tekið á kyn- ferðisbrotum. Margir eru leitandi, stunda hugleiðslu og jóga. Það er mín til- finning en kannski á þetta bara við um mína eigin búbblu sem ég hrærist í. Ástand loftslagsins heimtar breytingar. Hvernig sérðu síðustu áratugi síðustu aldar? Það voru rosaleg mótunarár hjá mér og kannski afþví ég var unglingur sé ég tímann sem röð tískubóla, einnar á eftir annarri. Ef það er einhvers staðar hjarðhegðun þá er hún hér á Íslandi, við erum rosaleg bólusótt. Á þessum tíma var lagður grunnurinn að því sem varð hrunið, hrunið átti sér langan aðdraganda og var stærra en í peningum talið og siðferðislega. Hér ríkir enn hópur sem vill halda í sömu siðferðislegu skekkjuna og var. Það er að ein- hverju leyti á ábyrgð stjórnvalda að verja okkur fyrir glæpamönnum en þau hafa ekki varið okkur fyrir fjárglæpamönnum. Við erum jafn berskjölduð fyrir þeim og brotaviljinn enn jafn einbeittur. Hvernig hugsar þú til síðustu aldar? Þetta var umbreytingaröld. Það var mikill kraftur í byrjun aldarinnar í myndlist, leiklist, ljóðlist. Þetta var brjálæðisleg öld og ég óttast að þessi verði brjálæðislegri. Lærdómurinn sem dreginn var af heimsstyrjöldunum virðist ekki lengur hafa fyrirbyggjandi mátt. Já, minnið um heimsstyrjöldina síðari hverfur með fólkinu sem lifði stríðið og afleiðingar þess og minni þess verndaði mann að einhverju leyti. En er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi? Já, ég vildi ég hefði spurt móður mína meira út í líf hennar og formæðra og forfeðra áður en hún lést. *** Ertu pólitísk? Já, maður kemst ekkert hjá því – raunverulega er ekki hægt að vera ópólitískur. Ég er alin upp við jafnaðarmennsku. Afi minn Bergur var á kafi í pólítík, með Alþýðuflokknum og þótti vera hálfgerður kommi. Ég hef verið ofsalega þakklát fólki sem vinnur í pólitík, það er svo mikilvægt. Eitt af grundvallaratriðunum er kvenfrelsi. Við siglum bara í hringi ef við gerum ekki eitthvað meiriháttar í þeim málum, það hefur margt gerst en það hefur líka orðið afturför. Það er jafn mikilvægt að leiðrétta stéttaskiptinguna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.