Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 60
D av í ð S t e fá n s s o n 60 TMM 2017 · 2 Við fjögur sem þarna reikum kennd á milli morgunverðarborða erum annars staðar og finnum því ekki fyrir eigin áþreifanlega veruleika, núinu sem við höfum flúið með því að knýja fram hamingju með drykkju og vöku. Við skimum og gjóum, brosum og kinkum og svo er það sem við sjáum. Við sjáum hann. Hann situr einn. Hávaxinn snýr hann í okkur baki með hendurnar lagðar beinar fram á borðið. Við göngum í áttina til hans, allt er eðlilegt í okkar fljótandi augum, þótt aðrir sjái hvaðan við erum að koma og sumir fussi en aðrir glotti, skilji. Við nálgumst hann og hans andsnúna bak, það er eðlilegt, þetta er bara bak, beint og sterkt, hann er ógnarstór og hraustlegur þessi Norðmaður sem við höfum verið að kynnast síðustu daga, kynnast þyngdinni í honum og félagsfælninni, kynnast djúp- hygli hans þegar hún fær að blómstra, og við erum um það bil hálfnuð yfir veröndina þegar staðarhaldarinn kemur úr hinni áttinni. Hann sér ekki okkur heldur aðeins Norðmanninn, einblínir á hann, arkar beint til hans, og þegar hann sest niður við hlið hans á þessu sex manna hringborði leggur hann sextugan og sigggróinn lófann á öxl hans með hætti sem enginn getur misskilið. Jafnvel við skiljum. Við skiljum, eftir að hafa séð lófa leggjast á öxl, að eitthvað er. Það er eitthvað, og við skiljum það í þessum allra síðustu skrefum sem við tökum að borðinu, og þá er of seint að snúa við og leita að lausum sætum annars staðar. Við setjumst. Það er þögn. Líka í vöðvum okkar er þögn. Staðarhaldarinn er aðdáunarverður allan þennan morgun. Ekki aðeins eru lófar hans hlýir og stórir heldur allt fas hans og nálgun við manneskjur, fullkominn skiln- ingur á óskiljanlegum aðstæðum þessa stórvaxna Norðmanns, nærgætinn og blátt áfram fram í fingurgóma, hver hefði megnað að gera þetta betur en Ingimar? Enginn megnað betur. Hann sér okkur setjast, finnur hvernig ástatt er fyrir okkur, kinkar vinalega kolli eins og sá gerir sem marga fjöruna hefur sopið, og svo heldur hann áfram að tala sefandi röddu við sterkan Norðmanninn. Hann er skorinn. Hann er skorinn í andliti. Hann er skorinn þúsund litlum fínum og nákvæmum skurðum í andliti sínu, eins og þakinn með mjúkri en skerandi snertingu rakvélarblaðs. Okkur langar að hugsa um slys. Okkur langar að hugsa um árás. Okkur langar að það sem er satt sé ekki satt. Okkur langar að fara, strax, flýja, kasta upp, faðma. En við erum föst á sex manna hringborði á sænskri verönd; föst með limlestum manni. Okkur langar til að hugsa um slys – að eftir miðnætti, eftir að einhver sá hann draga sig út í horn og sitja þar og stara, eftir að einhver hafði farið til hans og spjallað svo- litla stund, eftir að hann hafði svolgrað í sig síðasta volga bjórsopann úr flöskunni og látið sig hverfa án þess að nokkur tæki eftir … okkur langar til að eftir það hafi hann hrasað í bjórvímunni um sænskan stein á sænskum stíg og endasenst inn í sænskan rósarunna, hitt þar fyrir þúsund þyrna, skorist, óvart, engum að kenna nema Guði sem mælti fyrir um að rósir skyldu þyrna bera. Okkur langar til að hverfa. En þarna sitjum við áfram, með Ingimar, með limlestum Norðmanni sem ákvað að enda þetta fimm daga ævintýri með því að draga djúpt andann fyrir framan spegilinn á baðherberginu og þekja andlit sitt með strokum rak- vélarblaðs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.