Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 63
F i l m a g l e y m i r e n g u m s k u r ð i , a l d r e i TMM 2017 · 2 63 var Karl Ove nýbúinn að gefa út hnausþykka fyrstu skáldsögu sína og þegar orðinn þekkt nafn í bókmenntaheiminum. Hann var mjög afgerandi með fælinni nærveru sinni í þessum hópi; þungur og drungalegur, sagði fátt í minningu minni en var þó djúpur þegar til máls tók. Í sögunni er engum efnisatriðum bætt við. Allt gerðist svona. Karl Ove hvarf úr hópnum um miðja nótt og þau okkar sem mættum í morgunverðinn beint úr sænska stöðuvatninu settumst svefnlaus til borðs með honum öllum skornum í framan. Andlit hans var bókstaflega þakið þúsund litlum skurðum. Síðar fengum við að vita að hann hefði sjálfur skaðað sig svona; tekið sér drjúgan tíma þessa sömu nótt í að skera sig kerfisbundið í framan. Eins og gefur að skilja var allur hópurinn í miklu áfalli yfir bæði sjálfum atburðinum og ekki síst sjálfu andlitinu. Komið var að lokum námskeiðsins og stuttu eftir morgun- verðinn splundraðist hópurinn í ólíkar áttir. Við vorum allnokkur sem flugum heim í gegnum Stokkhólm, Karl Ove var einn þeirra og þannig æxlaðist það að ég varði með honum svona um það bil hálfum degi til viðbótar. Rútuferðin var þolanleg; hver í sínu sæti með augu út um glugga, eins og lög gera ráð fyrir í rútuferðum. En óljós átján ára minning mín um þennan dagpart í Stokkhólmi er ákaflega þrungin og nokkurn veg- inn svona: Karl Ove sagði fátt. Enginn annar sagði mikið. Við vöfruðum um Stokk- hólm eins og villuráfandi lömb og enduðum að lokum á mjög sumarlegu og glaðlegu útikaffihúsi á Slussen með góðu útsýni yfir Gamla stan. Og þar sátum við, eins og dæmd, með Karl Ove við enda borðsins. Í minningunni segir enginn neitt. Í minningunni situr Karl Ove við enda borðsins og starir stíft niður í það. Í minningunni sitjum við þarna heila eilífð; sannleikurinn hlýtur að vera sá að við höfum ekki enst þarna í þrúgandi þögninni. Við vorum lömuð af vangetu til að skilja neitt í neinu. Svo hafði tíminn liðið nægilega mikið til að leiðir skildi aftur; allir komust heim, heilu og höldnu. Eða því sem næst. Ég vissi alla tíð að ég ætti eftir að skrifa um þessa upplifun; að ég yrði að gera það. Hún hefur verið þrykkt á einhvern stað í mér sem enn er óhreyfður. Og árið 2011, þegar ég fór fyrir alvöru að skrifa smásagnasafnið Hlýtt og satt sem kom út árið 2014, kom þessi saga til mín í skriftarkrampa. Þegar ég skrifaði söguna var ég ekki meðvitaður um stöðu Karl Ove innan hins alþjóðlega bókmenntaheims eftir útgáfu sjálfsævisögu sinnar í sex bindum undir heitinu Min kamp. Þá vissi ég mest lítið um þennan undarlega norska rithöfund sem ég hafði kynnst mörgum árum áður. Því hafði ég ekki hugmynd um að hann hefði sjálfur uppljóstrað um andlitsskurðina í bókum sínum. Það er af þessum sökum sem ég get ég núna skrifað þennan langa eftirmála til að gefa lesendum bakgrunnsupplýsingar. Ég skrifaði söguna fyrir sjálfan mig í tilraun til að hreinsa atburðinn út með því að skilja hann í gegnum texta; yfirleitt á ég auðveldast með að skilja hlutina ef ég skrifa um þá. Og skil ég þá núna Karl Ove Knausgård? Eftir að hafa haft kynni af honum, orðið vitni að atburðunum og skrifað smásögu um hann? Nei, ég skil hann ekki, ekki nema á þann hátt að allir eiga sinn sársauka og allir eiga sínar leiðir til að fást eða fást ekki við hann. Líklega á fyrir mér að liggja að lesa öll sex bindi ævisögunnar til að komast nær sannleikanum. Það er að segja, ef gert er ráð fyrir því að þar sé sannleikann að finna. D.S.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.