Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 76
A r n a r M á r A r n g r í m s s o n 76 TMM 2017 · 2 og heimilisveggja eða virkisveggja er hugurinn alltaf óvarinn sem ef til vill mætti líkja við það að við þyrftum að lifa með iðrin úti. Allavega: þótt höfuð sé kannski betra en ekkert á hugur manns í raun engan samastað. „Við erum mikið til hugur“. En hugurinn og sálin er aldrei á dagskrá nema þegar eitthvert okkar týnist. Um daginn var ég staddur í Helsinki og gekk klukkustundum saman um borgina. Allar kirkjur voru opnar og víða sátu menn og áttu stund með sjálfum sér. Þar er meira að segja kirkja eða kyrrðarhof þar sem engar athafnir eru haldnar, engin trúartákn hanga á veggjum. Bara staður þar sem menn leita friðar. Kirkja og trú, þetta er orðið hálf vandræðalegt. Það má bara leggjast á bæn ef þú ert íþróttamaður. Þar heitir það líklega sjálfstal og er talið hið besta mál. Silfurdrengirnir í Peking voru ekki frábærir í handbolta, þeir höfðu lært af Ólafi Stefánssyni að íþróttamaðurinn er mikið til hugur. Tilraunir okkar til að hafa jákvæð áhrif á börn og unglinga eru andvana fæddar, í besta falli máttlausar. Seglar með slagorðum á ísskápa, heimsókn forvarnarfulltrúa, fermingarfræðsla og mætingaskylda í messur, uppbyggi- legar bækur í jólagjöf sem enginn les sem á þarf að halda. Hvað dugar það gegn alþjóðasamtökum níðinga? Við getum endalaust troðið verkefnum á skólana og eflaust unnið þrekvirki, en hvað er skólinn stór hluti af árinu? 170 dagar, 4-6 tímar á dag. Kannski 1000 klukkutímar. Þúsund skitnir klukku- tímar þar sem uppeldi og mótun fer fram og andófið og hið góða og mikil- væga er sett á dagskrá. Ætti að vera á dagskrá. Níðingurinn fær úthlutað 365 dögum á ári, 16 tíma á dag og hann hikar ekki við að narta í þessa skitnu 1000 tíma. Það er hann sem virkilega mótar sálarlíf barna, og auðvitað okkar um leið. „Vertu sæt,“ hvíslar hann, „vertu frægur, kauptu, kauptu! Skólinn er þvættingur, fullorðnir gera allt leiðinlegt, bækur eru gamaldags, gefðu fermingarbarninu dróna, umhverfisvernd kemur þér ekki við, lifðu, lifðu núna!“ Þessi rödd fær 5840 klukkutíma á ári til að móta barnshugann. Skólinn fær 1000. Hugurinn er baðaður myndum allan daginn. Myndafantasíu sem rekur flein á milli okkar og veruleikans. Og hugurinn er aldrei settur á dagskrá nema um seinan. Hann lendir á villigötum þunglyndis og kvíða og síðan kannski, þegar hann er 14 eða 17 ákveður hann að skera sig, eða svelta sig eða drepa sig eða kannski hefur hann vit á því að fara til sálfræðings. Bara
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.