Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 101
To l s t o j e ð a M a j a k o v s k i j TMM 2017 · 2 101 sinni og vilji nota bókmenntirnar til að reyna á byltingartímum að endur- heimta „andlegt og pólitískt forræði sitt yfir fjöldanum“ eins og Trotskij segir í riti sínu. En Októberbyltingin, segja byltingarforingjarnir, er einmitt sönnun þess að þetta gerist ekki, hún sýnir algjöran ósigur menntamanna og skáldanna sem foringja þeirra. Trotskij segir um þetta: „Listin sýndi skelfi- legan vanmátt sinn eins og alltaf þegar miklir tímar byrja. Skáldin reyndust, eins og búast mátti við, þýðingarminnst af öllum jarðarinnar börnum.“ Enda, segir Trotskij ennfremur, komi skáldskapur byltingarinnar ekki fram í rímuðum textum og sögum heldur í „athöfn og einbeittum vilja Flokksins“. Trotskij hæðist að oflæti skáldanna en svarar henni með oflæti byltingarfor- ingjanna og segir: „Sá sem ekki tekur undir sjónarmið byltingarinnar gerir sjálfan sig gjörsamlega að engu.“ Hér fer ekki aðeins ádrepa á frekju fútúrista heldur kemur hér og fram óánægja handhafa hins pólitíska valds sem ekki vilja að aðrir séu að sækja inn á þeirra svið. Þeir vilja hafa fútúrista og aðra framúrstefnumenn í listum með í sínu liði eins og aðra sem penna stýra, en þeir skuli um leið hafa hemil á tortímingarkappi sínu sem vill helst útrýma áhrifum stórskálda og lista- jöfra fyrri tíma. Í stað þess að standa í slíkum föðurmorðum beri þeim fyrst og fremst að leggja sitt til þeirrar almennu menntunarbyltingar sem tímarnir kalli á. Trotskij segir sem svo að „öreigamenning“ og „byltingarbókmenntir“ séu enn ekki til og að fútúristar geti ekki komið í staðinn fyrir þau hnoss, enda séu þeir upphaflega ekki annað en uppvöðslusamir bóhemar sem grípi til allra ráða til að vekja athygli á sjálfum sér. Hann ítrekar að fyrst þurfi að kenna alþýðu manna að lesa og skrifa og læra að tileinka sér það besta í menn ingu liðinna tíma og þá fyrst geti orðið til ný list og ný menning, í sam vinnu og átökum gamals og nýs. Ný gullöld með nýju fólki. Og í fram- haldi af því leyfir hann sér að viðra útópíska drauma áður en bók hans lýkur og setur fram þá von að þegar almenningur komist í snertingu við listir sé búinn til „jarðvegur fyrir dæmalaus áhrif listanna.“ Hann bætir því við að þá geti menn farið að vinna með þær tilfinningar sem grimmd samtímans leyfi byltingarmönnum varla að nefna og að „óeigingjörn vinátta, náungakær- leikur og samúð verði hinn máttugi klukknahljómur sósíalísks skáldskapar.“ Þannig er ekki hægt að lifa Helstu oddvitar byltingarinnar, Lenín og Trotskij, vildu semsagt ekki „henda Púshkin og Tolstoj fyrir borð á gufuskipi samtímans“ eins og krafist var í stefnuskrá fútúrista. Þeir vildu taka stórskáld fortíðarinnar með inn í byltingarframtíðina, þau skyldu verða hluti af þeirri almennu menningar- byltingu sem síðar bæri glæsilegan ávöxt í lífi nýrra og betri manna. Og þá kemur að öðru, að spurningunni „Majakovskij eða Tolstoj?“ – að áhrifum bókmennta þáliðins tíma á byltingu og byltingarþjóðfélag. Hvað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.