Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 105
To l s t o j e ð a M a j a k o v s k i j TMM 2017 · 2 105 ideja, þeirri sameiginlegu hugmynd ólíkra þenkjandi og skrifandi manna, að Rússlandi sé ætlað sérstakt hlutverk í sögunni, ekki síst vegna þess ein- mitt hve skammt það sé um marga hluti á veg komið. Vesturlönd eru langt á undan okkur, sagði Tolstoj „en þau eru á undan okkur á rangri braut.“ Þess vegna þurfi Vesturlönd í sinni þróun að byrja á því að stíga mörg skref til baka meðan Rússar geti sótt fram nú þegar hina „réttu“ braut. Þótt skrýtið sé féll þetta að nokkru leyti saman við endurskoðun Leníns og hans félaga á vesturlandamarxisma: öreigabyltingin þarf ekki endilega að gerast fyrst í háþróuðu vestrænu iðnaðarþjóðfélagi þar sem verklýðsstéttin er fjölmenn og öflug, hún getur eins gerst í vanþróuðu samfélagi eins og því rússneska vegna þess að þar er valdakerfið veikara og brothættara en á Vesturlöndum. Tolstoj reyndist semsagt í sterkri stöðu til þess að hafa raunveruleg áhrif á framvindu mála. Skáldsögur hans höfðu gefið honum frægð og áhrifavald sem hann fylgdi eftir með öðrum skrifum. Til hans leitaði fjöldi fólks úr öllum hornum Rússlands; um aldamótin 1900 hafði myndast í Rússlandi net lærisveina sem í gengu jafnt þorpsöldungar, förumenn, herforingjasynir sem skáld og allir gerðu þeir Tolstoj að einskonar „leiðtoga lífs síns“ og báru boðskapinn áfram, líka til hinna ólæsu. Því má segja að einmitt Tolstoj sé þetta fágæta dæmi um að rithöfundur hefur raunveruleg áhrif, ekki aðeins á hugsunarhátt mikils fjölda manna heldur og beinlínis á atburði. Þegar á leið heimsstyrjöldina fyrri ráku bols- hevikar Leníns ramman áróður meðal rússneskra hermanna fyrir því að friður kæmist á strax. Og bæði þeir og aðrir dreifðu meðal þeirra bæklingum Tolstojs gegn styrjöldum og herskyldu og þessi lesning var meðal þess sem hraðaði upplausn rússneska hersins á vígvöllunum og flýtti þar með bæði fyrir hruni keisaradæmisins og falli þeirrar borgaralegu samsteypu- stjórnar sem við tók fyrst eftir afsögn Nikulásar keisara. Vígorðið „jörðin til bændanna“ var í anda einnar helstu kröfu Tolstojs og var einmitt það sem öðru fremur hvatti til dáða byltingarflokk Esera sem árið 1917 voru í raun sterkari en flokkur Leníns. En þegar Lenín stal þessu vígorði frá Eserum fór allt að ganga hraðar í því að safna bændastrákum í byltingarflokkinn harðasta, flokk bolshevika Leníns og síðar í Rauða herinn í borgarastríðinu sem gekk yfir landið eftir valdatöku þeirra. Að öllu samanlögðu er ekki undarlegt þótt skarpur og harðskeyttur menningarrýnir í Rússlandi samtímans, Dmitrij Bykov, segi hiklaust: „Það segir sig sjálft að án Tolstojs hefði aldrei komið til neinnar byltingar.“ Svo afdrifaríkt hafi það verið að þessu stórskáldi og greifa hafi runnið svo til rifja örbirgð bændanna að hann fór að telja sjálfan sig og sína stétt samábyrga og samseka um allt það böl. Hinsvegar má segja sem svo, að menn eins og Maja- kovskij hafi, að svo miklu leyti sem til þeirra heyrðist, prédikað yfir þeim sem þegar voru í niðurrifsham og til alls vísir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.