Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 107

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 107
To l s t o j e ð a M a j a k o v s k i j TMM 2017 · 2 107 bókmenntanna að einskonar borgarastyrjöld þar sem helst þyrfti að tortíma öllum óvinum var ekki gott veganesti í samfélagi sem var á leið inn í harða ritskoðun Stalínstímans og inn í þá tortryggni og þann ótta sem einkenndi þau ár. Að auki varð Majakovskij einn helsti upphafsmaður leiðtogadýrk- unar í sovétbókmenntum. Hann hamast stundum gegn hetjudýrkun en í reynd byrjar hann mjög snemma að yrkja lofkvæði um Lenín. Strax um 1920 yrkir hann sína fyrstu Leníndrápu, en þar segir m.a. að „heimsins skrokkur hauslaus hrekst í allar áttir“ og síðan er borin fram sú huggun að nú sé sem betur fer fundinn haus á þennan mikla búk og hann er vitanlega Lenín. En leiðtoginn mikli deyr síðan og þá er illt í efni því eins og segir í kvæðinu Samtal við Lenín sem skáldið orti ári fyrir sjálfsvíg sitt: Margir hafa án yðar sleppt sér lausum í stað þess að taka þátt í að berja niður ótal „drullusokka“ sem tefji sókn til glæstrar framtíðar – og lenda þá saman í einni vanmáttugri upptalningu „kúlakkar ( stórbændur) og skriffinnar, höfðingjasleikjur, sértrúarmenn og fylliraftar.“ Að vísu má finna ýmislegt skemmtilegt í glæsilegum stórýkjum Majakovskijs um Lenín, en sú aðferð öll varð að afar hvimleiðri skylduklisju þegar öll smjaðrandi miðlungsskáld reyndu að heimfæra hana upp á Stalín. Nokkur áhrif hefur Majakovskij líklega haft á tæknidýrkun í þeim hetjulegu framleiðslulýsingum sem í sovéskum bókmenntum upp úr 1930 þrengdu mjög að lýsingum á lifandi fólki. Þeim skyld eru viðhorf eins og þau sem birtast í ljóðlínum á borð við: Mér finnst ég vera sovésk verksmiðja sem framleiðir hamingju. Með slíkum orðum tekur Majakovskij undir þrönga nytjahyggju sjálfs Stalíns sem kallaði skáldin „verkfræðinga sálarinnar“ sem og kröfur sósíal- realismans um að tosa með öllum ráðum þá góðu framtíð sem byltingunni er ætlað að skapa inn í samtímann – m.ö.o. réttlæta það sem síðar var kallað „fegrun veruleikans“. Bæði Tolstoj og Majakovskij verða að skyldunámsefni í skólum og fá feiknarlega útbreiðslu í Sovétríkjunum. En sem fyrr segir: þeir hafa vissulega lítið að segja um það hvaða stefnu byltingarsamfélagið tekur, meðal annars vegna þess hvaða hlutverk þeim var fengið í uppeldiskerfi sovésks samfélags. Majakovskij var tekinn í dýrlingatölu byltingarinnar en um leið dreginn úr honum allur broddur, annaðhvort látið sem hans áhyggjuefni séu þegar leyst í bestum hugsanlegum heimi allra heima eða þá tönnlast á bitlitlum for- mælingum hans um „skriffinna“ eða „smáborgaraskap“. Tolstoj var eftir byltingu óspart lofaður fyrir að „afhjúpa“ ranglæti for- tíðarinnar. En enginn hlustaði á hugmyndir hans um það hvað gera skyldi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.