Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 122
122 TMM 2017 · 2 Einar Már Jónsson Hagmennið talar Hvaða tungumál talar homo oeconomi- cus? Kannske er rétt að rifja það upp, svosem til að varpa ljósi á spurninguna, að homo oeconomicus er sú manngerð sem byrjar hvern einasta dag sem guð almáttugur lætur renna yfir jörðina á því að sitja góða stund fyrir framan spegilinn og spyrja sjálfan sig hinnar til- vistarlegu spurningar: hvað get ég gert í dag til að eignast ennþá meiri peninga? Á þeirri stundu er hann ekki að velta fyrir sér neinum stórum áætlunum, svo sem leikfléttum milli Tortóla og Seychelles- eyja eða kaupum á skýja- kljúfum á gervieyju fyrir utan strend- urnar í Abúdabí, slíkt þarfnast betra næðis, heldur er hann að velta fyrir sér komandi degi einum saman og reyna að fá bænheyrslu: gef mér í dag mína dag- legu miljón. Hagfræðingar hafa lýst því fagurlega hvernig hagmennið skapast í faðmi fjöl- skyldunnar í Hagfræðilandinu – Ekon- omistan – þar sem mannlífið fer í einu og öllu eftir vísindalegum lögmálum hagfræðinnar. Grundvöllur alls er að öðlast verðskyn, og það fær hagmennið strax í frumbernsku; þegar það grenjar eftir bleyju lærir það um leið á markaðs- verðið: ein bleyja kostar eitt grenj. Jafn- framt áttar það sig á því að móðirin er besta fjárfestingin, hún gefur sex pró- sent arð á hverjum degi. En svo gerist það dag einn að móðirin er í fúlu skapi og þá snarlækkar hlutabréfið í verði, en um leið hækkar hlutabréfið í föðurnum að sama skapi. Fjárfestingin hlýtur því að vera sveigjanleg. (Ef einhver skyldi væna mig um að skreyta hér liðugt má taka fram að þessi kenning er komin úr mjög svo vísindalegu hagfræðiriti, „The Way the World Works“ eftir Wannisky nokkurn sem frjálshyggjumenn kannast kannske við). Á þennan hátt vaknar hagmennið til lífsins, og menntast svo áfram í lífsins skóla, það öðlast mesta hæfileika tilverunnar: peningavit. Og þá er aftur komið að spurning- unni: hvaða mál talar homo oeconomi- cus? Það gefur auga leið að hann hlýtur að tala það tungumál sem hljómar sæt- legast í kauphöllum, fjármálamiðstöðv- um, mörkuðum, efri hæðum skýja- kljúfa, einkaþotum, lystisnekkjum, lúx- ushótelum, það mál sem margmiljarða- mæringar tala jafnt sem demantaskrölt- andi dillibossar á dýrustu njólubólum, meðan ljósið flöktir. Þetta tungumál þarf hann helst að temja sér á unga aldri, um leið og hann veltir fyrir sér verðsveiflum hlutabréfanna í foreldrun- um. Þegar hér er komið er líklegt að menn segi einum rómi: það tungumál er að sjálfsögðu alþjóðamálið enska, sú tunga sem málvísindamenn sönnuðu einu sinni að væri fullkomnasta mál í ger- vallri veröld vegna þess hve orðmargt það væri en jafnframt einfalt, með nán- ast enga málfræði og orðaröð sem fylgdi eðlilegum hugsanagangi mannskepn- unnar. Í því væru til orð yfir allt sem einhver þörf er á að hugsa á jörðu, og afskaplega þjált að raða þeim saman til að mynda áhrifaríkar setningar. Önnur tungumál væru frumstæð, yfirmáta flókin, með óþarfa föll, tíðir, hætti og annað slíkt, hvert öðru meiri byrði á heilabúinu, og þótt þau væru mun orð- H u g v e k j a
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.