Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 124

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 124
H u g v e k j a 124 TMM 2017 · 2 þetta allt saman, ég hef mikið hugsað um bara, bara sko eiginlega hlutabréfa- markaðinn sem slíkan, að þessi pressa, að vera alltaf með uppgjör á þriggja mánaða fresti, allt einhvern veginn fer eftir genginu og, þú veist, að þetta skapi nánast óheilbrigt andrúmsloft, því að allir, öll yfirstjórninn bara fær þetta á heilann.“ Eða: „Og ég held að svona stór hluti af þessu sé einhver svona einhver umboðsvandi, þú ert bara, þú ert bara að leika þér með peninga einhverra annarra og svona, gerir ekkert nema fara – ég meina þegar var farið í einhverjar svona skíðaferðir, sem að ég fór nú reyndar ekki í, ég heyrði nú bara af því. Að þegar veiktist ein barnfóstran hjá einum starfsmanninum þá var send þyrla á flugvöllinn til þess að, af því að það var verið að fljúga nýrri barnfóstru.“ Eða: „Þær ferðir eins og til Milano nefnilega eru ótrúlega ódýrar miðað við hvað þú færð, það er málið. Og þess vegna er þetta ótrúlega ódýr markaðssetning gagnvart öllu þessu fólki sem þú gerir ráð fyrir að sé verðmætustu mögulegu kúnnar sem þú gefur, sem er venjulega allt ríkasta fólk landsins. Þú vilt að starfsmenn séu að mingla við kúnnana, er, til þess að tryggja, mynda tengsl við þá, það er þá hugsunin, og menn kynnist inn í bankann, það er hugsunin, og síðan þegar einhver sæti voru laus þá bara fylltirðu með fleiri starfsmönnum. Og þetta er ekki dýrt miðað við það sem þú getur fengið út úr þessu.“ Eða: „Síðan var opnað í Hong Kong: Það flott- asta, besta og fínasta. Og svo að opna og svo spyr maður eins og útibússtjórinn í Hong Kong, og hann sagði bara við mig: Ég veit bara ekki hvernig svona banki er rekinn. Og ég segi: Nú, en af hverju varstu þá ráðinn útibússtjóri? Þú veist, ef þú tekur svona ákvarðanir, svo ert þú bara kominn á flottasta stað í Hong Kong, en það veit enginn hvað hann er að gera.“ Eða: „Og ég sagði við hann: Þorsteinn, ég veit að þú átt enga peninga, geturðu útskýrt fyrir mér hvernig getur þú keypt V. Og hann horfði á mig og brosti: Með þróaðri fjármálatækni.“ Eða: „Og ég hugsaði, guð minn góður, það er verið að gera árás á okkur, nú erum við komnir í vesen. Þarna var ég hræddur, guð minn góður, allur heimurinn skynjar það núna að það sé hægt að drepa okkur vegna þess að okkur verði ekki bjargað, öllum öðrum verði bjargað af því að sá sem á að bjarga okkur hann geti það ekki, hann hefur ekki samning við neinn til að hjálpa sér og hefur ekki gert neitt í því. Náðuði þessu?“ Þeir sem hér hafa verið lögð orð í munn eru vitanlega allir gamalgróin hag- menni, komnir nokkuð við aldur, sem enn eru í kallfæri við gullaldarmálið, eins og vafalaust má finna merki um, – í umfjöllun sinni um hin ýmsu tungumál hefði Dante kannske kallað þetta málfar „lingua di sko“. En á eftir þeim koma nú yngri kynslóðir sem temja sér glópísku svo snemma að ef þeir tala íslensku á annað borð er orðfæri þeirra lítið annað en gúggl-þýðing úr glópískunni, með örlitlum viðbótum. Þess vegna er maður farinn að heyra hávær örvæntingarköll um framtíð íslenskunnar; ef svona held- ur áfram, er sagt, verður hún með öllu hljóðnuð í lok þessarar aldar, afkom- endur okkar munu ekki skilja eitt ein- asta orð af því sem nú er tekið upp eða letrað á blað. Forfeður þeirra verða þeim
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.