Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 125

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 125
H u g v e k j a TMM 2017 · 2 125 lokuð bók, ef langafar þeirra og lang- ömmur komast yfir tírætt verða þau í heimi þar sem enginn skilur þau lengur. Nú er auðvelt að afgreiða þessar harmtölur með því að skoða þær út frá sjónarhóli marxismans, sem oftsinnis dugar, og er ég þá ekki að vitna í þann marxisma sem er kenndur við Karl heldur hinn sem er innblásinn af Grouc- ho. En þessi síðarnefndi, sem var í senn Gísli, Eiríkur og Helgi hinna víðfrægu Marx-bræðra, sagði einu sinni svo margir heyrðu: „Af hverju ætti ég að hirða um velferð eftirkomenda minna, hvað hafa þeir gert fyrir mig?“ Þetta hljómar vitaskuld spaklega á vorum dögum, þetta er eins og talað úr brjósti hominis oeconomici, og líklegt að margir stjórnmálamenn hafi þessi orð að leiðarljósi þótt það megi helst ekki fara hátt, – kannske breyta sumir þeirra síðari hlutanum og hafa hann „ekki munu þeir kjósa mig.“ Og kannske eru þetta orð að sönnu. Kannske verður næst-næsta kynslóð fyrst allra manna til að taka upp glóp- ísku í heilu landi, gera það semsé glóp- ískumælandi, og vísa þannig öðrum þjóðum veginn, því með það mál á vörum verður hver og einn samkeppnis- hæfari. En þá mun hún vitanlega ekki geta lesið stafkrók af því sem skrifað hefur verið á skerinu fram til þess tíma þegar hún fer að ryðja sér til rúms, hún mun ekki skilja örnefni á landinu, ekk- ert botna í þeim munnmælum sem þeim kunna að vera tengd, né heldur vísum, henni mun flækjast álappalega tunga um tönn ef hún reynir að bera fram orðið „Eyjafjallajökull“, og til að ein- falda málið mun hún kannske kalla höfuð borg landsins „Rinky Dinky“ (sem er að vísu klassískt nafn og vel nothæft nú þegar). En er þetta ekki hennar eigið vandamál? Kemur það okkur við þó þessir afkomendur okkar eigi kannske til að fella tár yfir örlögum hinnar fornu tungu þegar þeir eru við skál, eins og ég hef séð á Írlandi? „Þeim var nær“ munum við kannske segja háðslega, – ef trú sumra kynni að vera rétt, – sitjandi á skýi meðan við tökum litla pásu í harp- slættinum. En það er ástæðulaust að gera lítið úr hugarvíli þeirra sem óttast um framtíð íslenskrar tungu, því síður að gera gys að því. Og þeim til huggunar má segja að þessi þróun er ekki óhjákvæmileg, það er hægt að stöðva hana ef menn vilja leggja það á sig, – með því að draga eilítið úr bægslagangi hominis oecono- mici á skerinu. En til þess sé ég aðeins eina leið, og hún er sú að vekja aftur til vegs og virðingar klassíska menntun og klassíska menningu, hún það móteitur gegn útbreiðslu glópískunnar sem dugar. En þetta þarf kannske að skýra nánar, því þessi orð vísa til víðlends veruleika og sjónarhornin geta breyst eftir því. Undirstaða klassískrar menningar er að sjálfsögðu, og hlýtur að vera, fornmálin latína og gríska, á þeim er líka að finna beittar særingaþulur sem gætu stungið hagmennið og hleypt úr því öllum vindi. En rétt er að taka til greina þær nýjungar sem orðið hafa á þessu sviði, nú er t.d. aftur farið að þjálfa menn í að tala latínu og þá líka um málefni líðandi stundar, með nýjum orðum sem nauð- synlegt er að læra, svo sem „birota“ fyrir reiðhjól (og þá „birotatio“ fyrir hjólreið- ar) og „autocinetum“ fyrir bifreið. Á þessu sviði hafa menn oft á tíðum náð undraverðum árangri. Svo verða menn vitanlega að lesa upp til agna íslenskar miðaldabókmenntir, læra „Haustlöng“ utanbókar, og flytja það kannske með undirspil á hörpu. Fyrir því má einnig færa nokkur rök að rétt væri að bæta sanskrit við hin fornmálin, hún þjálfar hugann ekki síður en þau. Annað er mér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.