Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 128

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 128
U m s a g n i r u m b æ k u r 128 TMM 2017 · 2 hlustandarinnar. Sögumaðurinn rekur sögu sína aftur til síðari heimsstyrjaldar þar sem gyðingur á flótta, Leó Löwe, fær húsaskjól í gistihúsi í smábæ í Þýska- landi. Þar hittir hann þjónustustúlkuna Marie-Sophie sem hlúir að honum og saman móta þau barn úr leirklumpi sem Löwe hefur í hattöskju. Marie-Sophie er þungamiðja verksins, en til hliðar við þessa atburði er annar söguþráður sem fjallar um Gabríel erkiengil sem upp- götvar að hann er í raun hún. Þessi kyn- usli á sér svo samhljóm í hlustöndinni, en í Ég er sofandi hurð kemur fram að hún er transkona og nefnist Aleta. Önnur bókin hefst á því að Leó er staddur á skipi sem siglir til Íslands. Reyndar byrjar hún ekki þar (ekkert af þessu er einfalt) en framhaldið af sögu Löwe hefst þar. Fyrir farið þarf hann að gjalda gullhring sinn og þegar á land er komið þarf hann að endurheimta gullið, því það er af alkemískum ættum og gætt þeim krafti að gefa leirbarninu líf. Eftir ævintýralegar uppákomur sem tengjast umsókn um ríkisborgararétt, verslun með frímerki, amerískum guðfræðingi og glímukappa frá Niggertown og rúss- neskum sendiráðsfulltrúa með rófu fær Löwe gullið í hendur á ný og sagan endar með því að barnið opnar augun. Sjálfur býður höfundur upp á leið til að lesa þríleikinn sem þrenningarsögu. Það er Aleta sem orðar þetta svo í Sof- andi hurðinni: „hún var ekki mikill frá- sagnarfræðingur, en nóg hafði hún lesið, heyrt og séð til þess að vita að sögur Marie-Sophie og Leós Löwe voru saga móðurinnar og saga föðurins […] og saga Jósefs var saga sonarins“ (514). Jafnframt er henni ljóst að sú saga verði ekki sögð nema að litlum hluta, að „[s] jálfur myndi hann ekki segja nema brot“, því frásögnin er full af útúrdúrum sem endurspegla sjúkdóm hans: „Líkt og bein sjúklings með steinmannssýki bregst við höggi með því að mynda með hraði nýjan beinvef á höggstaðnum, þá óf hugur Jósefs sögu í hvert sinn sem erfið hugsun eða minning sótti á hann“ (514). Ein þessara sagna er um uppruna hans sjálfs í helförinni, en Aleta rústar þeirri blekkingu með því að segja honum frá raunverulegri móður hans, sem var útigangskona að nafni Bryn- hildur Helgadóttir. Hún leitaði stundum á náðir Leós sem gaf henni húsaskjól og mat og tók loks á móti barni hennar og ól það upp sem son sinn. Brynhildur þessi var einkar hávaxin enda dóttir tröllvaxins fornaldarfræð- ings, Helga Steingrímssonar, sem var fyrirmynd bergrisans, verndarvættar Suðurlands, í skjaldarmerki Íslands. ‚Bergrisinn‘ kallast á við frásagnir af berserknum sem er nefndur stuttlega í upphafi Augu þín sáu mig, en fær heilan upphafskafla í Með titrandi tár. Þar er líka sagt frá Helga og börnum hans, en sonur hans Ásgeir, er myrtur. Þannig spinnast þræðir saman héðan og þaðan úr verkinu og mynda vef CoDexins, enda segir ein sagan frá vef- arastúlkunni Bláþræði sem er sérfræð- ingur í litum og vefur óvart örlítið sand- korn í hina frægu mynd La Dame à la licorne (https://en.wikipedia.org/wiki/ The_Lady_and_the_Unicorn). Nafnið útleggst á íslensku sem jómfrúin og ein- hyrningurinn og gæti vel vísað til sög- unnar um Gabríel(u) sem einmitt hittir einhyrning og jómfrú í Augunum. Vefnaðurinn þéttist svo enn þegar í ljós kemur að tilgangur samtals Aletu og Jósefs er rannsókn sem unnin er á vegum erfðalíftæknifyrirtækisins Codex. Inn í söguna fléttast saga stofn- anda þess, en Aleta hlustar á þá sögu af segulbandi sem óvart fylgdi í upptöku- tækinu sem henni var fengið við verk- efnið. Það er yfirmaðurinn sjálfur, erfðafræðingurinn Hrólfur Zóphanías
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.