Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 145

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 145
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 2 145 þar allar aðstæður, sjá hvaða nytjar megi af því hafa, og síðan færa sig hægt upp á skaftið. Líklegt er að fyrst fari menn til stuttrar dvalar, t.d. til að nýta sér ein- hver snöggtekin gæði, svo sem afrakstur af veiðum. Þetta skýrir mætavel orð Ketils flatnefs um Ísland: „Í þá veiðistöð kem ek aldregi á gamals aldri“, – og er ólíklegt að þeir sem fyrstir skrásettu þau hafi fyllilega skilið hvað átt var við; sá veruleiki sem þau vísa til var þá horfinn. Bergsveinn ályktar því, af öllum þeim rökum sem hann hefur dregið saman, að Geirmundur hafi siglt til Íslands með allt sitt lið til að sækja þangað harla dýr- mæta vöru sem ekki var lengur hægt að fá annars staðar: rostungsafurðirnar, skinn, tennur og lýsi. Áður höfðu þessar afurðir verið fluttar inn frá Bjarmalandi í norðri og austri, en kannske voru þær að verða uppurnar þar, allavega réð Har- aldur hárfagri nú yfir siglingaleiðinni og lagði á drjúga tolla. Ríki Geirmundar byggðist því ekki á landbúnaði, nema þá sem aukabúgrein, það var umfangsmikil veiðistöð og útflutningsmiðstöð á alþjóðlegan mælikvarða með mikinn fjölda þræla, ambátta, ármanna og líf- varða forstjórans, svo og – samkvæmt kenningu Bergsveins – nokkra Bjarma frá Síberíu sem voru kunnáttumenn við vinnsluna, og töluðu finnsk-úgrískt mál sem Geirmundur skildi reyndar (það var líka vissara), enda hálf-Bjarmi sjálf- ur. Þessu mikla veldi lauk svo með dauða Geirmundar, enda var auðlindin þá líka að verða uppurin vegna ofveiði, rostungurinn að hverfa. Líklegt er að menn eigi eftir að ræða þessar kenningar og verði ekki allir sammála. Einhverjir benda kannske á að sums staðar fer Bergsveinn út í ystu bjargbrún í sinni „röksögu“, jafnvel út fyrir hana á stað þar sem hann hefur ekki aðra graðhvönn að halda sér í en þjóðsögu og örnefni frá síðari öldum; aðrir kunna að setja spurningamerki við trú hans á sannleiksgildi ýmissa mið- aldarita, jafnvel fornaldarsagna, en það gengur þvert á það sem lengi hefur verið ríkjandi skoðun; „they are lies!“ heyrði ég einu sinni af vörum ensks fræði- manns sem var starfandi í Noregi, og var hann þá að tala um konungasögur. En víst er að þessi nýja mynd af fyrstu sögu Íslands er harla áhugaverð og kemur vonandi af stað nýjum rannsókn- um, fornleifagrefti á slóðum þar sem aldrei hefur verið grafið, og bollalegg- ingum um það sem var að gerast annars staðar á landinu meðan Geirmundur var við sitt bardús á Vestfjörðum. Baldur Hafstað Lífríkar frásagnir Valgarður Egilsson: Steinaldarveislan. Saga 2015 Það var á sögukvöldi sem góðir menn efndu til í Grófinni í Reykjavík fyrir mörgum árum að ég heyrði fyrst í Val- garði Egilssyni. Hann gekk um gólf með hljóðnemann og hallaði undir flatt. Þegar hann vildi hnykkja á mikilvægum atriðum í frásögninni sneri hann sér snögglega við og færði hljóðnemann um leið leifturhratt úr vinstri hendi yfir í þá hægri. Seinna fékk ég Valgarð til að koma upp í Kennaraháskóla og segja nemend- um sögur. Þetta féll í góðan jarðveg. Baldur Sigurðsson samstarfsmaður minn skilgreindi frásagnarstíl Valgarðs og sagði meðal annars að hann minnti á tónlistarflutning með stefjum og til- brigðum við stef. Það kom mér því ekkert á óvart að í Steinaldarveislunni, sem út kom árið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.