Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 6

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 6
Á r n i H e i m i r I n g ó l f s s o n 6 TMM 2016 · 3 Það var árið 1903 að spurningin um það hver ætti að vera þjóðsöngur Íslendinga varð í fyrsta sinn efni blaðaskrifa. Af þeim má ráða að sitt sýndist hverjum. Kveikjan var sú að Hornleikarafélag Reykjavíkur hafði leikið danska konungssönginn, Kong Christian stod ved højen mast, í lok tónleika sinna á Austurvelli og þótti ýmsum illa til fundið. „Sómir það vel Dönum að leika það lag síðast, en miður vel Íslendingum,“ ritaði Pétur Zóphóníasson í umsögn sinni um samspilið. Honum þótti auðséð að í stað danska þjóð- söngsins ætti að ljúka tónleikum hér á landi með Ó, Guð vors lands eða Eld- gamla Ísafold, „því það eru þjóðsöngvar vor Íslendinga, þó öllu heldur hið síðara“.10 Þessu svaraði forsvarsmaður Hornleikarafélagsins og hafnaði því að Eldgamla Ísafold væri þjóðsöngur Íslendinga þar sem það væri þjóðsöngur Englands og kæmi því ekki til greina. Þá víkur hann að lagi Sveinbjörns og segir um það: „Ó, Guð vors lands er fagur lofsöngur okkar Íslendinga og spilum við það lag oft og iðulega, stundum fyrst og stundum síðast, eftir því sem okkur dettur í hug, en þjóðsöngur er það ekki.“11 Pétur tók enn til máls og kvað alla viðurkenna að Ó, Guð vors lands væri „lofsöngur vor“ en skiptar skoðanir væru um það hvort Íslendingar ættu þjóðsöng eða ekki. Þau rök sem notuð höfðu verið gegn Eldgamla Ísafold, að það væri einnig þjóðsöngur annarra landa, þóttu honum léttvæg. Þó nefndi hann að nokkur önnur lög gætu mögulega gegnt slíku hlutverki, til dæmis Ó, fögur er vor fósturjörð, Eitt er landið ægi girt og Þið þekkið fold með blíðri brá, „og líti félagið svo á, og leiki eitthvert slíkt lag ætíð síðast, en alltaf sama lagið, þá sé ég ekkert á móti því, þótt ég fyrir mitt leyti hafi sannfærst um það, einmitt síðan ég fór til hlítar að hugleiða þetta mál, að „Eldgamla Ísa- fold“ sé þjóðlag vort.“12 Fyrsta áratug 20. aldar var með öðrum orðum á því allur gangur hvort lagið, Eldgamla Ísafold eða Ó, Guð vors lands, var flutt undir merkjum þjóðsöngs. Árið 1903 var Ó, Guð vors lands haft fyrir þjóðsöng á þjóðhátíð Reykvíkinga í ágúst og sömuleiðis nokkrum dögum síðar á þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum – en þar voru líka sungin Ó, fögur er vor fósturjörð og Eitt er landið ægi girt, og verður ekki séð að nokkurt þeirra hafi skipað hærri sess en hin.13 Þegar Hannes Hafstein opnaði landsímann árið 1906 var aftur á móti sungið Eldgamla Ísafold sem „þjóðsöngur Íslendinga“.14 Í júlímánuði sama ár héldu íslenskir alþingismenn til Óðinsvéa og var sérstaklega til þess tekið að í þeirri ferð hafi Ó, Guð vors lands verið „nálega allstaðar spilað og sungið sem þjóðsöngur Íslands, en Eldgamla Ísafold ekki“.15 Árið 1911 lauk 100 ára minningarhátíð Jóns Sigurðssonar á Seyðisfirði með því að Ó, Guð vors lands var sungið.16 Árið 1906 áttu Sigfús Blöndal og Þorsteinn Erlingsson í áhugaverðum skoðanaskiptum um þjóðsöngva og gerðu boðskap kvæðisins Eldgamla Ísa- fold að umræðuefni sínu. Hafnaríslendingurinn Sigfús minnir á að kvæði Bjarna Thorarensen sé:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.