Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 8

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Qupperneq 8
Á r n i H e i m i r I n g ó l f s s o n 8 TMM 2016 · 3 Þorsteinn Erlingsson svaraði grein Sigfúsar og fann alla meinbugi á máli hans. Honum þóttu það léttvæg rök að Eldgamla Ísafold væri einnig konungssöngur Englendinga og Þjóðverja. Það að kvæðið niðri fegurð Sjá- lands telur hann ekki heldur áberandi löst því að sjaldnast sé nema fyrsta erindið sungið. „Það er höfuðkostur þjóðsöngslags,“ segir Þorsteinn, „að þjóðin hafi helgað sér það og sé vel við að syngja það og syngi í sig afl og ætt- jarðarást. Vanti þann kost, duga engir aðrir.“21 Þó að þessir mætu menn, Sigfús Blöndal og Þorsteinn Erlingsson, væru á öndverðum meiði um flest varðandi þjóðsönginn voru þeir samdóma um það að Ó, Guð vors lands hentaði illa í slíkt hlutverk, hvort sem litið væri til lags eða texta. Sigfús sagði að þótt það væri eitt fallegasta lag íslenskt sem hann þekkti, væri það „alltof erfitt sönglag til þess að geta orðið almennur ætt- jarðarsöngur, enda er kvæðið líka tækifæriskvæði frá þúsundárahátíðinni“.22 Þorsteinn kunni illa við tóninn í laginu en öllu verr við sjálfan kveðskapinn: Söngmenn margir segja, eins og Sigfús, að lagið sé erfitt, og það er rétt, að það er einmitt illur ókostur á þjóðsöng, en mun verri finnst mér þó þessi lotningarfulli lof- söngstónn, sem manni verður svo þungt í maganum af eins og seyddum hátíðagraut. Og þó að lofsöngur þessi beri höfuðið hærra og hrygginn beinni en skriðdýrakvak rússneska þjóðfélagsins, þá er þó lagið hvorki svo sviplétt né frjálsmannlegt að það veki yndi eða gleði, þrótt eða fjör fremur en sá rússneski, hversu miklar listasmíðar sem þeir eru. Og um sálminn munu margir taka undir með sænska skáldinu, að guð hafi ekki lagt svo mikið á sig til að verja þjóð vora hörmungum á liðnum öldum, að vert sé að syngja honum sérstaka lofgjörð fyrir það. Í kirkjum er tækifærisguðsorð þetta bezta reykelsi, en á fagnaðar-samkomum, þar sem allt er tilgerðarlaust, verkar sálmurinn á mig og mína líka eins og uppsölumeðal. Hér eru því, árið 1906, komin fram þau meginrök sem æ síðan hafa verið nefnd þegar þjóðsönginn ber á góma, að lagið sé torsungið og sálmatextinn óviðeigandi. Í staðinn bendir Þorsteinn á annað lag sem vel geti orðið þjóð- söngur Íslendinga: Ó, fögur er vor fósturjörð. Lagið sjálft sé létt og fagurt, en kvæðið segir hann „hlýtt og hrokalaust og haturyrðalaust til annarra manna og í heild sinni laust við mont og feðradramb, guðs og konunga smjaður og eggjan til morðhefnda, sem er efni margra þjóðsöngva hinna þjóðanna, auk þess sem þeir eru margir leiðasti leirburður, en kvæði Jóns Thoroddsens sviphreint og glæsilegt.“23 Þegar hér var komið sögu höfðu tveir menn tiltekið Ó, fögur er vor fóstur- jörð sem heppilegan þjóðsöng, og enn bættist þeim liðsmaður árið 1913 þegar Þorsteinn Björnsson ritaði grein um málefni þjóðsöngsins í Lögréttu. Honum þótti Ó, fögur er vor fósturjörð hafa til að bera allt það sem prýða mætti þjóð- söng: „alíslenskt, alkunnugt, alþjóð kært (eystra sem vestra), efnisríkt og efnisfjölbreytt, hæfilega stutt og þó hæfilega langt; lagið alíslenskt (að anda), hljómmikið og söngþýtt.“24 Hvað lagið varðar seildist Þorsteinn óneitanlega langt í röksemdafærslu sinni, því að þótt „andi“ þess væri íslenskur var það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.