Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Side 67
A l b e r t D a u d i s t e l – h ö f u n d u r í ú t l e g ð TMM 2016 · 3 67 lista þar. Greinin nefnist „Ísland í draumsýn og veruleika“ og er óður til Reykjavíkur eins og hún kom honum fyrir sjónir, en hún ber þess reyndar líka vitni að hann er farinn að kynna sér íslenska málaralist og íslenska menningu yfirleitt.11 Það má sjá í uppflettiritum þar sem Alberts Daudistel er getið að hann hafi skrifað undir dulnefninu „Island“, en dæmi um það eru vandfundin.12 Hann hafði þó haft tengsl við nokkur þýsk blöð, þeirra á meðal Berliner Tageblatt, sem nasistar bönnuðu ekki fyrr en 1939, og gæti hafa skrifað greinar um Ísland fyrir þá eins og Páll Baldvin nefnir í sinni bók, og þá undir þessu dulnefni. Félagar Daudistels leggja sig greinilega fram við að tryggja dvalarleyfi hans hér. Tengslin við Morgunblaðið hafa hugsanlega hjálpað, en þegar sótt er um framlengingu dvalarleyfis fyrir hann í desember 1938 stendur m.a. hið svonefnda Friðarvinafélag að baki umsókninni. Þar voru í forsvari menn úr öðrum flokkum en Rauðu pennarnir, svo sem Guðlaugur Rósinkranz framsóknarmaður og Stefán Jóhann Stefánsson alþýðuflokksmaður. Víst er að dvalarleyfið fékkst og íslenskir kommúnistar héldu áfram að skjóta yfir þau hjón skjólshúsi, til dæmis voru þau sumarið og haustið 1939 á Eskifirði, hjá Einari Ástráðssyni lækni og hjá Arnfinni Jónssyni skólastjóra, vini, sveitunga og skoðanabróður Kristins E. og Halldórs Stefánssonar. Sonur Arnfinns, leikarinn Róbert, segir í endurminningum sínum: „Þau komu til okkar rétt fyrir stríð. Eftir að það var skollið á urðu þau mjög óttaslegin því að þau vissu ekki nema Þjóðverjar kæmu hingað og legðu undir sig hólmann. […] Hann þótt nokkuð sérlundaður, afskaplega varkár og hægur – alveg and- stætt við konuna, vildi lítið blanda geði við annað fólk og fór helst ekki út fyrir dyr. Af hverju það veit ég ekki“.13 Hafi maður í huga flótta Alberts um jólin 1935 verður það óneitanlega skiljanlegt. Albert og Edith komu þó aftur til Reykjavíkur og fengu inni í pínulítilli íbúð fyrir ofan kjötbúðina Von á Laugavegi 55 – slátrarasonurinn var kominn á kunnuglegar slóðir – og bjuggu þar alla tíð síðan. Þór Whitehead segir í bók sinni, Stríð fyrir ströndum, um Albert Daudistel á Íslandi: „Þar settist hann að á Laugavegi 55, skrifaði bækur, sem ekki voru gefnar út, keðjureykti og drakk kaffi, tortrygginn á alla, sem ekki játuðu óhvikula trú á heimsbyltinguna og Ráðstjórnarríkin. Kona rithöfundarins, Edith, sem var Gyðingur í aðra ættina, vann einkum fyrir heimilinu“.14 Heimildarmaður Þórs er annar þýskur flóttamaður, Ottó Magnússon Weg. Lýsingin er býsna kuldaleg og Björn Franzson ber vini sínum annað vitni í minningargrein sinni: „Albert Daudistel var maður glaðlyndur og hreinskilinn, gamansamur, gæddur skáldlegu hugmyndaflugi og fágætri frásagnargáfu og frásagnargleði.“ Mikið er fallegt að einhver hafi líka minnst hans með þessum hætti. En meginatriðin í frásögn Þórs eru rétt: Edith vann fyrir heimilinu, í blöðum fimmta og sjötta áratugarins má finna smáauglýsingar frá henni þar sem hún býður einkatíma í þýsku og lofar „skjótri talkunnáttu“, en Albert hélt áfram að skrifa verk sem enn hafa ekki komið út – og munu líklega aldrei gera það.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.