Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.10.2016, Síða 106
106 TMM 2016 · 3 H va ð e r í s l e n s k u r r i t h ö f u n d u r ? gaf út smásagnasafnið Mens Nordlyset danser í félagi við Friðjón bróður sinn. Næstum áratug síðar og sextán árum eftir að Dalurinn kom út á dönsku, árið 1958, kom síðan út skáldsagan Den gyldne Fremtid. Bókina gaf Þor- steinn út sjálfur og búningur hennar er allur hinn glæsilegasti. Þegar bókin er opnuð kemur í ljós að þessi bók er önnur útgáfa Dalsins, að sögn höfundar er þetta hin upprunalega gerð sögunnar eins og hún var send inn í sam- keppnina um H.C. Andersen-medalíuna: Í undirtitli kemur fram að þetta sé „(„Dalen“s oprindelige Titel) med Originalmanuskriptets Stilnuancer bevaert og Kompostionen fuldendt.“ Upphaflega handritinu virðist fylgt út í æsar, svo mjög að stafsetningin er samkvæmt þeirri dönsku stafsetningu sem var aflögð 1948. Munurinn á bókunum tveimur er ekki sérlega mikill í stórum dráttum. Stíllinn hefur víða verið lagfærður og Reykjavíkurhlutinn hefur verið styttur verulega en að öðru leyti er þetta sama sagan og sú sem Þorsteinn gaf út árið 1942. Enn liðu 16 ár þar til Þorsteinn sendi frá sér bók. Hann hafði þá um árabil unnið við að kenna ensku í einkatímum og fullnuma sig í málinu. En um miðjan áttunda áratuginn komst aftur skriður á útgáfu bóka hans. Hann hafði þá skilið við fyrri eiginkonu sína en tekið upp samband við danska konu sem hét Birgitte Hövring. Hún var bókasafnsfræðingur og rak lítið forlag, Birgitte Hövrings Biblioteksforlag, sem Þorsteinn starfaði einnig við. Þau gáfu meðal annars út þýðingar Þorsteins á íslenskum bókum eftir Stefán Júlíusson, Ármann Kr. Einarsson og Ólaf Jóhann Sigurðsson. Árið 1974 kom út á skáldsagan The Golden Future hjá Oxford University Press í Englandi. Söguna hafði Þorsteinn skrifað sjálfur á ensku. Enn er hér á ferð sama söguefni og í Dalnum. Hin enska gerð sögunnar er þó miklu styttri en upprunalega gerðin. Þorsteinn virðist hafa valið kafla úr Dalnum til að þýða á ensku, bygging sögunnar er hér nokkuð markvissari en í upphaflegu gerðinni þótt enn standi eftir einkennilegur útúrdúr, saga af æskuástum gamallar konu sem tengist meginatburðarás sögunnar aðeins lauslega. Hvergi kemur fram að sagan hafi áður komið út á dönsku. En útgáfusögu þessarar skáldsögu Þorsteins Stefánssonar lýkur ekki hér. Ári seinna kom sagan út á íslensku í fullri lengd undir titlinum Framtíðin gullna. Þessi gerð sögunnar er þýdd af Þorsteini sjálfum, en áður hafði Dalurinn komið út í þýðingu Friðjóns bróður hans. Tveimur árum eftir að The Golden Future kom út á ensku kom sama bók út á dönsku undir titl- inum Sølvglitrende hav. Á innsíðu þeirrar bókar stendur „Oversat efter THE GOLDEN FUTURE“. Samkvæmt því væri nærtækt að álykta að hér væri um að ræða glænýja gerð sögunnar, þýdda eftir enskri gerð sem Þorsteinn hafði sjálfur þýtt úr dönsku. Þegar texti þessara tveggja útgáfna af sögunni er skoðaður kemur þó í ljós að textinn í fyrstu útgáfunni, Dalen og textinn í Sølvglitrende hav er næstum því orðrétt sá sami. Ágætt dæmi um þetta er kafli sem áður var nefndur þar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.