Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 9
G o s v i r k n i í í s l e n s k r i k v e n n a b a r á t t u TMM 2016 · 4 9 í Reykjavík til að kanna áhuga á sérstöku kvennaframboði til borgarstjórnar- kosninga í Reykjavík vorið 1982. Áhuginn reynist mikill og fullt er út úr dyrum. Á sama tíma eru konur á Akureyri að hugsa á svipuðum nótum án þess að konur í Reykjavík viti af því. Það gýs. Kvennaframboð til bæjarstjórna í Reykjavík og á Akureyri eru stofnuð snemma árs 1982, heyja kosningabaráttu um vorið og ná góðum árangri, 10,9% atkvæða í Reykjavík og 17,4% á Akureyri. Haustið á eftir fara konur að hugsa sér til hreyfings með framboð til Alþingis því það stefnir í þing- kosningar vorið 1983. Ekki er eining innan Kvennaframboðsins í Reykjavík um þá aðgerð sem verður til þess að þær konur sem vildu bjóða fram til þings stofna nýtt framboðsfélag, Kvennalistann, í mars 1983. Í Alþingiskosning- unum í apríl býður Kvennalistinn fram til Alþingis í þremur kjördæmum, nær 5.5% atkvæða og fær þrjár konur kjörnar á þing. Frá upphafi vega höfðu aðeins tólf konur setið á Alþingi, aldrei fleiri en þrjár í senn og stundum engin. Kosningarnar 1983 marka þáttaskil í fjölda kvenna á Alþingi og þær verða ekki aftur jafn fáar og verið hafði. Framboðin berjast fyrir því að koma konum að við opinbera ákvarðana- töku, innleiða hugmyndina um reynsluheim kvenna sem móti rödd þeirra og krefjast þess að á þessa rödd sé hlustað á valdasviðinu. Þau setja fram stefnuskrár í sveitarstjórnar- og landsmálefnum, leggja áherslu á nauðsyn hugarfarsbreytingar og að kvennapólitík sé þriðja víddin í stjórnmálum, hvorki til hægri né vinstri. Næst þegar kosið er til Alþingis vorið 1987 býður Kvennalistinn fram í öllum kjördæmum, nær tvöfaldar fylgi sitt í 10,1% og fær sex konur kjörnar. Það er fjör í gosinu allan níunda áratuginn og konur láta rödd sína hljóma víðar en í sveitarstjórnum og á þingi. Samtök um kvennaathvarf eru stofnuð 1982, Samtök kvenna á vinnumarkaðnum 1983, Friðarhreyfing íslenskra kvenna 1984, Kvennaráðgjöfin 1984 og einnig Íslensk-lesbíska. Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir er stofnaður 1985 og Stígamót 1989. Á tíu ára afmæli kvennafrídagsins 1985 standa konur fyrir fjölda atburða; Kvenna- smiðjunni, Listahátíð kvenna, fyrstu ráðstefnunni um íslenskar kvenna- rannsóknir og Hlaðvarpinn, menningarmiðstöð kvenna, er keyptur með samskotum í formi hlutabréfa.9 Persónusköpun kvenna er í fullum gangi. Þegar kemur fram um 1990 hjaðnar gosið nokkuð. Í borgarstjórnar- kosningunum 1990 fær Kvennaframboðið í Reykjavík aðeins 6% atkvæða og býður ekki aftur fram. Í þingkosningunum 1991 minnkar atkvæðahlutfall Kvennalista í 8,3% og fer niður í 4,9% í kosningunum 1995 og er þá orðið lægra en í fyrstu kosningunum 1983. Gosið hafði áhrif á hina hefðbundnu stjórnmálaflokka sem nú bjóða fram konur í vænlegum sætum á listum sínum og konum fjölgar verulega á valdaviðinu. Barátta framboðanna fyrir að koma konum að hefur náð markmiði sínu varðandi fjölda kvenna ef ekki hugmyndir. Sýnileg átök um stefnumótun innan Kvennalista gera einnig að verkum að hann lítur ekki lengur út sem samstæð fylking kvenna og fellur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.