Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 15
Í d a g e r f e n g i t í m i d ý r a n n a o g e n g i n n t í m i f y r i r l j ó ð TMM 2016 · 4 15 Veit ekki. Er hægt að muna eftir því sem við mundum í frumbernsku? Ég hef ein- mitt verið að lesa bókina um árin sem enginn man, um fyrstu árin þegar allt gerist og formin fyrir minningarnar verða til og enginn man eftir að hafi orðið til. Það er líka spurning hvort eitthvað er fyrst og annað og þriðja? Kann maður að telja þegar maður er ungabarn? Nei, það er varla hægt að númera minningar – en segðu mér þá frá hugsan- legum frumminningum. Ég man ekki eftir minni eigin skírn en mér finnst ég muna hana vegna þess hversu lifandi lýsingin er í huga mér. Láttu hana flakka … Þetta var eitt síðasta prestverk séra Páls Þorleifssonar á Skinnastað, pabba Sigurðar Pálssonar skálds. Páll hafði fermt bæði pabba minn og afa Kristján þótt 38 ár séu á milli þeirra í aldri. Athöfnin var heima í stofu og einkenndist meðal annars af ótímabærum hlátri eða flissi því þær mæðgur, amma og mamma og líka systir pabba, fengu hláturskast í miðri skírn af því að ég geiflaði mig svo mikið. Pabbi sem bar djúpa virðingu fyrir þessum merka manni vildi alls ekki smitast af hlátrinum því hann óttaðist að gamli maðurinn héldi að verið væri að gera grín að sér. Líklega situr þetta í mér vegna togstreitunnar: Spennan á milli virðingar og visku annars vegar og fjarstæðu og gríns hins vegar er jákvæð en erfið. Unglingsárin einkenndust einmitt af hlátri á vitlausum tíma – maður var alltaf að springa úr hlátri – það var eins og veiki – það þurfti ekki nema örðu af gríni til að maður ummyndaðist allur. Maður er orðinn aðeins skárri. Það vantar orðatiltæki um hlátur eins og piss. Maður er alveg að pissa á sig og alveg að hlæja af sér. En lífið má aldrei verða bara grín og heldur aldrei bara virðingarvert. Hvort fannst þér skemmtilegra að vera barn eða unglingur? Barn, ekki spurning. Það fylgdi því svo mikil spenna að vera unglingur og þá ekki bara út af hlátrinum og tímasetningum hans. Annars man ég núna, þegar þú spyrð, að unglingsárin voru nú ekkert leiðinleg, ég dansaði mikið og hlustaði á tónlist, fór á rokktónleika og alls konar tónleika eins oft og ég gat. Dansaði á gaybar, var trommari í kvennabandinu Dritvík, söng í skóla- kórnum og vann líka í útvarpinu, tók viðtöl við skemmtilegt fólk – ég man eftir viðtali við Megas sem hafði mikil áhrif því hann ræddi um söfnunar- ástríðu sína. Svo voru endalausir bíltúrar með vinkonu minni, Steinu Blön- dal, göngutúrar með koníak á silfurfleyg. Á þessum tíma uppgötvaði maður mikilvægi samræðunnar og dýptir. Svo var það auðvitað ástin, hún var ekki bara daður og gleði, henni fylgdi líka alvaran.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.