Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 26
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 26 TMM 2016 · 4 „Ég tipla á köflunum til að átta mig á strúktúrnum,“ skrifarðu í Jarðnæði (s. 109). Bestu þakkir fyrir inspírerandi og örláta frásögn af aðferðum þínum sem ég veit að margir munu njóta góðs af. *** Förum næst í gegnum listann yfir útgefin verk og þú segir mér til dæmis í hvernig skapi þú varst þegar þú skrifaðir viðkomandi bók, hvers þú leitaðir, hvar þú skrifaðir bókina, um hugmyndirnar á bakvið og svo víðara. Ljóðabókin snjór piss hár er fyrsta bókin þín (2000). Það var nú meira atriði að koma út öskjunni í heild sem var safn rita eftir ýmsa höfunda og var gefin út af Apaflösu en svo heitir útgáfufélag okkar Ugga bróður. Við gerðum manífestó sem fjallaði um að vettvangurinn skipti ekki minna máli en bókmenntirnar sjálfar. Askjan átti að vera vettvangur eða undirstaða. Svo smellti ég ljóðabókinni minni með í öskjuna vegna hvatningar Ugga. Ég man eftir útgáfuhátíð Apaflösu í svokölluðu Gulu húsi, þú varst nú þar meðal annars, stolt öskjunnar góða mín, og við lásum upp saman. Aðalpersónan í ljóðabókinni, fyrir utan hinn sjálfhverfa ljóðmælanda, er Gosi en ég hafði búið til samræður við hann í útvarpsþáttum sem ég gerði að tilstuðlan Jóns Halls Stefánssonar á Rás eitt eða tvö nokkrum árum áður. Þá var Gosi einhverskonar brúða eða búktalaradúkka og ég tók viðtöl við hann. Vinkonu minni þótti undarlegt að ég væri að gefa út ljóðabók jafn gagn- rýnin og ég væri á útgáfu ljóða og henni þótti það líka undarlegt að ég skyldi aldrei hafa minnst á mína ljóðagerð. Enda eru þetta varla ljóð að ráði, meira eins og grín. Í bókinni ulla ég á fasíska kröfu mína – ljóð mega líka vera ómerkilegt drasl – og braut mér þannig leið út úr fullkomnunaráráttunni. Í mörg ár hef ég haft aðra ljóðabók í smíðum en fresta alltaf útgáfunni. Næst kom út skáldsagan Opnun kryppunnar (2004). Manstu ég talaði áðan um viðnámið? Já. Nú var viðnámið orðið eins mikið og það gat orðið. Ég var að skrifa dokt- orsritgerð og var komin að kjarna málsins í heimspekinni. En kjarni málsins er á stöðugri hreyfingu. Þú verður að byggja upp rosalegt þol til að dvelja inni í þessum kjarna því það er hætta á að maður fríki út. Boginn var spenntur og þannig skrifaði ég bókina, í frímínútunum frá doktorsritgerðinni sem ég kláraði aldrei. Strögglið í heimspekinni var bara fyrir skáldskapinn. Og Heim til míns hjarta (2009). Þá er ég enn með annan fótinn í fræðunum og líka í myndlistarheiminum,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.