Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 28
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 28 TMM 2016 · 4 Að skrifa skáldaðar persónur eins og ég gerði í Ástarmeistaranum fannst mér skemmtilegt og gaman að kynnast þeim. Ég lít ekki svo á að ég hafi skapað þær heldur fannst mér þær koma úr alheiminum eða úr eigin hugsanabelg sem maður hefur kastað í, í öll þessi ár, leyft að sjatna þar – allar samræðurnar við fólk, allt sem maður les og sér og heyrir, safnast þarna saman. Hluti bókarinnar er skrifaður í bréfaformi og líka í samræðuformi og mér fannst mikilvægt að setja samræðurnar upp í belg og biðu. Það var gaman að vinna með erótíkina í bókinni – hún var ein aðaláskor- unin. Mig langaði til að búa til rými inn í tungumálinu og inn í bókinni fyrir erótík og þreifa mig inn að mörkum hins grófa og pervertíska, glæpsamlega og ljóta og mig langaði til að það yrði fallegt. Ég vildi að kynorkan væri á milli línanna. Enn þakka ég þér gjafmildina og get lofað að ásetningurinn tókst, í bókinni las ég mjög flottar erótískar lýsingar. Ekkert að þakka og takk fyrir lofið. Og takk sömuleiðis! Ég skrifaði í ákveðinni andstæðu við skrif sem vilja vera í takt við tímana og þrá að vera skuggalega sönn. Því andstyggilegra sem kynlífið er og því óþroskaðri til- finningaverur eru á ferðinni því meiri raunveruleiki segja sumir. Jú, það verður auðvitað að skrifa um það eins og annað en mér finnst vanta upp á fjölbreytileikann. Ég held að kapítalisminn sé farinn að skemma fyrir okkur kynlíf í bókum, eins og svo margt annað. Það er þó satt. Blátt blóð, í leit að kátu sæði (2015) kallar þú esseyju sem ég las eins og skáldsögu – eða reyndar var ég ekkert að pæla í því. Já, ég reyndi þar aftur við ég-ið mitt. Formgerðin lá fyrir: esseyja, og gerist í framhaldi af dagbókar- og bréfaforminu. Ég hitti ritstjóra minn, Guðrúnu Vilmundardóttur, á veitingastað og sagði henni allt af létta. Við höfðum ekki hist lengi og ég fann á meðan ég sagði frá að ég var byrjuð að skrifa bók. Sko, þú hittir góðan vin sem kann að hlusta, vinurinn spyr hvernig þú hafir haft það og þú hefur farið í gegnum eitthvað erfitt tímabil og ert í upp- námi. Þar er lækning í því fólgin að vinurinn skyldi inna þig eftir þessum sársauka. Sorglegasta saga verður allt í einu líka fyndin og absúrd. Bókin er óður til hins góða hlustanda og til mömmu og móðurhlut- verksins. Mun ég aldrei geta ljáð öðrum eyra eins og mamma ljáði mér, eignist ég ekki barn? Mun hringrásin rofna? Bestu hlustendur eru svo ekki bara mæður – það kemur fram í bókinni – margt fólk eignast ekki börn og það eru svo margir aðrir sem þurfa að láta hlusta á sig. Þannig finnst sátt í bókinni. Þó maður eignist ekki barn getur maður hlustað á öll hin börnin í heiminum. Og Fæðingarborgin (2015). Fæðingarborgin fjallar um unga menn sem eru á tímamótum og upp-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.